Línubátur
Útlit
(Endurbeint frá Línuveiðiskip)
Línubátur eða línuveiðiskip er bátur eða skip sem notast við línu sem veiðarfæri. Þau geta verið undir 15 brt. (brúttótonn) og allt að 670 brt. Línubátar (undir 15 brt.) eru vanalega byggðir úr trefjaplasti og hafa eitt þilfar, þeir sækja helst til í bolfiskinn og svo grásleppu. Línubátar sækja helst á miðin nærri landi eða við grunnsævi. Línuskipin (yfir 15 brt.) eru byggð aðallega úr stáli og eru þilskip og hafa vanalega tvö þilför. Þau sækja í bolfisk en hafa þó einnig sótt í grálúðu undan Vesturlandi, Vestfjörðum og Suð-Austurlandi. Það er þó varla stundað lengur þar sem grálúðustofninn er í lágmarki. Aflinn er ýmist ísaður í kör eða frystur um borð, það á þó bara við allra stærstu línuskipin.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins (2009). Small decked vessels. Sótt þann 9. apríl 2009 af Fisheries.is.