Trefjaplast

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Trefjaplast er samsett efni úr plastefni (fjölliður) sem er styrkt með trefjum. Trefjarnar eru yfirleitt glertrefjar, aramíð eða koltrefjar og fjölliðurnar eru yfirleitt epoxý, vínýlesterar eða hitafast plast. Trefjaplast er algengt byggingarefni í flugvélum, bifreiðum og bátum.