Veiðarfæri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Veiðarfærum má skipta upp í ýmsa flokka. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna[1] skiptir veiðarfærum upp í 12 flokka og

Emil Ragnarsson[2] skiptir þeim upp í fjóra flokka. Það eru dregin veiðarfæri, umlykjandi

veiðarfæri, kyrrstæð veiðarfæri og svo ýmis hreyfanleg veiðarfæri. Einfaldari flokkun er að skipta

þeim einungis upp í hreyfanleg og staðbundin veiðarfæri[3]. Hreyfanleg veiðarfæri eru dregin að eða í kringum væntanlegan afla á meðan fiskar eru blekktir

að eða inn í staðbundin veiðarfæri. Botnvörpur og dragnót eru dæmi um hreyfanleg veiðarfæri, en

lína og handfæri dæmi um staðbundin. Hvernig sem fólk flokkar veiðarfæri, þá er mikill munur á

olíunotkun eftir flokkum veiðarfæra. Veiðarfæri sem eru dregin á eftir skipi eyða mun meiri olíu

en staðbundin veiðarfæri, og þá sérstaklega botnvarpa.[4]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Handbook of Fishery Statistics“ (PDF). Food and Agriculture Organization. 2013.
  2. Emil Ragnarsson (2007). [www.timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=001073896 „Orkuspar“]. Árbók VFÍ/TFÍ.
  3. Jennings, S.; Kaiser, M. J. (2001). Marine Fisheries Ecology. Blackwell Publishing. bls. 94.
  4. [www.orkustofnun.is/gogn/Skyrslur/OS-2016/OS-2016-02.pdf „Eldsneytisspá 2016 - 2050“] (PDF). Orkuspárnefnd. 2016.