Grálúða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grálúða
Grálúða
Grálúða
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Flatfiskar (Pleuronectiformes)
Ætt: Flyðruætt (Pleuronectidae)
Ættkvísl: Reinhardtius
Tegund:
R. hippoglossoides

Tvínefni
Reinhardtius hippoglossoides
(Walbaum, 1792)

Grálúða (fræðiheiti Reinhardtius hippoglossoides) er flatfiskur af flyðruætt. Grálúða hrygnir seinni hluta vetrar á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands. Eftir hrygningu heldur hluti stofnsins norður og austur fyrir Ísland í ætisleit. Grálúðan lifir aðallega á smáfiski og krabbadýrum og finnst oft á 350-1.600 m dýpi í köldum sjó.

Aðalveiðisvæði grálúðu eru hins vegar djúpt úti af Vestfjörðum. Grálúða er aðallega veidd með botnvörpu. Erfitt er að aldursgreina aflann en grálúða er yfirleitt 1-4 kg á þyngd.

Grálúða við Austur-Grænland, Ísland og Færeyjar er talin vera sami stofninn.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

„Grálúða - Upplýsingaveita Sjávarútvegsráðuneytisins“. Sótt 8. ágúst 2006.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.