Líkrán
Útlit
Líkrán er það þegar líki er rænt í einhverjum tilgangi, t.d. til að nota það til galdra s.s. uppvakninga eða til að hafa fjármuni út úr fjölskyldu hins látna. Líkrán getur einnig verið það að stela úr líki, s.s. gylltum tönnum. [1] Líkrán getur farið fram án opnun grafar, enda hægt að stela líki (eða úr líki) áður en það er grafið. Oftast er þó um að ræða lík úr gröfum. Ekki má rugla líkráni saman við grafarráni, þar eð grafarrán er oftast stuldur eða rán á verðmætum úr ríkmannlegri gröf, þó við grafarrán geti auðvitað einnig komið til líkráns. Þessi tvö hugtök eru þó oft á reiki. [2]
Líkrán tuttugustu aldar
[breyta | breyta frumkóða]- Líki rithöfundarins Yukio Mishima var rænt úr gröf sinni árið 1971. [3]
- Heila Benito Mussolinis var rænt úr grafhýsi hans árið 1976. [4]
- Charlie Chaplin var rænt úr gröf sinni þann 1. mars 1978. Þar voru pólskir bifvélavirkjar á ferð. Þeir náðust. Chaplin var eftir það settur í þjófheldna gröf á sama stað. [5][6]
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Morgunblaðið 1925“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 19. september 2008.
- ↑ Morgunblaðið 1914[óvirkur tengill]
- ↑ Morgunblaðið 1971[óvirkur tengill]
- ↑ Morgunblaðið 1976[óvirkur tengill]
- ↑ „Morgunblaðið 1978“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 19. september 2008.
- ↑ „Morgunblaðið 1978“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 19. september 2008.