Fara í innihald

Uppvakningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Draugurinn eftir William Blake

Uppvakningur er samkvæmt þjóðtrú holdleg vera (oftast í formi mannveru, en getur tekið sér mynd dýra eða yfirnáttúrulegrar veru), sem á óútskýrðan hátt hefur vaknað til lífsins eftir dauðann og gengur meðal lifenda. Íslenska orðið uppvakningur átti við sérstaka gerð drauga úr norrænum goðsögnum, en goðsagnir úr öðrum menningarheimum hafa aukið við merkingu orðsins "uppvakningur" í dag.

Norðurlönd[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt norrænum goðsögnum og þjóðsögum eru uppvakningar draugar, sem risið hafa upp úr grafhaugum látinna víkinga. Einnig gátu galdramenn, og fjölkunnugt fólk, vakið upp lík vinna ýmis illvirki. Menn sem voru drepnir af skuggaverum líkt og tröllum urðu oft að Uppvakningum. Draugurinn Glámur í Grettis sögu er einn þekktasti uppvakningur Íslands.

Afríka[breyta | breyta frumkóða]

Nútímamerking orðsins á oftast við þýðingu enska orðsins zombie sem er nár sem hefur verið vakinn upp (oftast með göldrum), og gengur á meðal lifenda og er „skinlifandi“ (sbr.: skindauður). Hið afrískættaða orð Zumbi merkir sálarlaus líkami manns sem starfar sem þræll í þjónustu vúdúprests. Kongóbúar nota orðið nzambi yfir fyrirbærið sem þýðir „sál dauðrar manneskju“.

Sögur af uppvakningum eiga uppruna sinn að rekja til margra afrískra ættbálka og trúarbragða þeirra sem kallast Vúdú, þar segir frá því að dauðir eru vaktir til lífs sem vinnumenn fyrir öfluga seiðmenn. Samkvæmt boðorðum Vúdú þá getur dáinn manneskja verið lífguð við af bokor eða Vúdú seiðmanni. Uppvakningarnir haldast þá undir stjórn Vúdú seiðmannsins þar sem þeir hafa engan sjálfstæðan vilja. „Zombi“ er einnig nafn fyrir Vúdú snákaguðinn Damballah Wedo,sem er af Níger-Kongó uppsprettu; það er skyld orðinu nzambi á máli Kongóbúa sem þýðir „guð“. Einnig innan um Vúdú siðinn er sagt að „zombi“ sé mennsk sál sem hefur verið gripinn greipum af „bokor“ og notuð til þess að efla kraft seiðmannsins.

Árið 1937 var Zora Neale Hurston að rannsaka þjóðsiði Haítí, þegar hún datt á mál Felicia Felix-Mentor sem hafði dáið og verið grafin árið 1907 aðeins 29 ára gömul.

Uppvakningar í vinsælli dægurmenningu[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir

Sögur nútímans af uppvagningum hvíta tjaldinu eða tölvuleikjum, eiga flestar uppruna sinn að rekja til sagna af afrísk karabískum göldrum, vúdú og svartagaldurs. Í þeim er sjálfur nár hins látna vakinn til lífsins og honum fengið hlutverk í holdinu á meðal lifanda. Þeir eru sjaldnast skarpir en þó nógu gáfaðir til að fjölga fjölda nára til muna. Í kvikmyndum nútímans eru uppvakningarnir oftast afleiðing vísindarannsókna, líffræðilegra stökkbreytinga eða vírusa.

Bókmenntir

Tónlist

Sumar undirgreinar þungarokksins hafa haft dauða og uppvakninga sem hluta af myndmáli og sviðstjáningu sinni þar má helst nefna drungarokkið og dauðarokkið

Tölvuleikir

Uppvakningar hafa verið vinsæll efniviður í sögusvið margra tölvuleikja, þar eru vinsælastir