Fara í innihald

Lára Jóhannsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lára Jóhannsdóttir
Fædd1961
StörfPrófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Lára Jóhannsdóttir er prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umhverfis- og auðlindafræði er þverfræðileg námsbraut og nær þvert til allra fræðasviða Háskólans. Deildin er þó staðsett undir Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ en heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er Viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ. Lára er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í sinni heimadeild.[1][2]

Akademískur ferill

[breyta | breyta frumkóða]

Lára brautskráðist árið 1981 sem stúdent af félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Árið 1990 útskrifaðist hún með gráðu frá frumgreinadeild Samvinnuháskóla Íslands, nú Háskólinn á Bifröst, og árið 1992 rekstrafræðigráðu frá sama skóla. Árið 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun með láði frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Skólinn er núna hluti af Arizona State University (ASU). Árið 2012 varð Lára fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ.[3][4]

Lára var lektor í umhverfis- og auðlindafræði, við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 2014-2017, dósent frá 2017-2018 og hefur verið í stöðu prófessors frá 2018.[5]

Lára hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands, til að mynda setið í stjórn Viðskiptafræðistofnunar frá árinu 2015,[6] verið formaður sjálfbærni- og umhverfisnefndar,[7] stýrt fagráði Félagsvísindasviðs og setið í stjórn Rannsóknarsjóðs við úthlutun styrkja úr Rannsóknarsjóði HÍ og Eimskipafélagssjóði HÍ.

Rannsóknir

[breyta | breyta frumkóða]

Rannsóknir Láru snúa í víðum skilningi að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði, ábyrgum fjárfestingum, umhverfis- og loftslagsmálum sem og að norðurskautsmálum.[1] Doktorsritgerð hennar nefnist „Nordic non-life insurer’s interest in, and response to, environmental issues“[8] og á íslensku „Áhugi og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna umhverfislegra vandamála“.[9] Rannsóknin byggir á viðtölum við 80 stjórnendur og sérfræðinga hjá 16 vátryggingafélögum sem starfa á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en hvert félag fyrir sig er meðal 2-4 stærstu vátryggingafélaganna í sínu heimalandi.[10] Rannsóknin leiddi í ljós talsverðan mun á milli tilvikshópa, þ.e. vátryggingafélaga í eyjasamfélögunum og í meginlandsfélögunum þegar horft er til aðgerða/aðgerðaleysis, afstöðu til umhverfismála og þátta sem gerir þeim kleift eða hindrar þau í að takast á við umhverfisleg málefni.[3]

Lára var valin valin til þátttöku í samstarfsverkefni Fulbright á sviði Norðurskautsfræða,[11] Fulbright Arctic Initiative (FAI) fyrir tímabilið 2018-2019.[12] FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Tilgangur samstarfsverkefnisins er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála og að auka gagnkvæman skilning á milli þjóða. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Um er að ræða 18 mánaða verkefni með þátttöku 16 fræði- og vísindamanna frá ríkjum Norðurskautsráðsins Geymt 26 júlí 2019 í Wayback Machine. Unnið var í tveimur vinnuhópum sem hafa hvor sitt áherslusvið: seigla samfélaga (e. resilient communities) og sjálfbær hagkerfi (e. sustainable economies) og tók Lára taka þátt í síðarnefnda hópnum. Þátttakendur unnu bæði að eigin rannsókn og sem hluti af rannsóknarteymi. Rannsóknarverkefni Láru snéri að hlutverki vátryggingarfélaga í efnahagslegri þróun á Norðurskautssvæðinu. Á meðan á verkefninu stóð dvaldi og stundaði Lára rannsóknir við Dartmouth College, í New Hampshire í Bandaríkjunum.[13]

Greinar eftir Láru hafar birst í tímaritum sem skráð eru í gagnagrunn á vegum Institute for Scientific Information (ISI) sem kallast ISI Web of Knowledge databases (áður Thomson Reuters) sem safnar upplýsingum um tilvitnanir í vísindagreinar. Margar greinar eftir Láru hafa birst í alþjóðlegum vísindatímartum með háan áhrifastuðul (impact factor), en áhrifastuðlinum segir til um mikilvægi tímarita innan tiltelinna fræðasviða og meta þannig vísindalegt framlag (novelty) greinanna og höfunda þeirra.

Stjórnunar- og sérfræðingsstörf

[breyta | breyta frumkóða]

Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið (1992-2006) sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi.[14][15] Á árunum 2011-2019 sat hún í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands (LSBÍ),[13] auk þess að sitja þar í endurskoðunarnefnd og lánanefnd.

Lára hefur í störfum sínum innan fjármálageirans sem og innan akademíunnar haldið fjölmörg erindi, námskeið og birt greinar á sviði viðskipta, vellíðunar í starfi, samfélagslegrar ábyrgðar, stjórnarhátta fyrirtækja, umhverfis- og loftslagsmála, Parísarsamkomulagsins, sjálfbærni og norðurskautsmála. Greinar hafa m.a. verið birtar í Frjálsri verslun, Fréttablaðinu, Markaði Fréttablaðsins, Morgunblaðinu, Vikuspegli Morgunblaðsins, Viðskiptablaði Morgunblaðsins, Vísi og Lífeyrismál.is. Einnig hefur verið fjallað um rannsóknir Láru í Speglinum á RÚV.[16][17]

Lára var virk bæði í LeiðtogaAuði[18] sem og Félagi kvenna í atvinnulífinu[19] og var í hópi kvenna sem bauð sig fram til þess að taka sæti í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins.[20] Þá hefur Lára setið í dómnefnd Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, um veitingu Loftslagsviðurkenningar.[21]

Viðurkenningar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Við útskrift frá Thunderbird hlaut Lára tvær heiðursgráður. Beta Gamma Sigma (BSG) fyrir framúrskarandi námsárangur á sviði viðskipta[22] og Pi Sigma Alpha fyrir framúrskarandi námsárangur í námskeiðum sem tengdust stjórnmálafræði (e. political science).
  • Þá var fjallað um grein eftir Láru Jóhannsdóttur o.fl., Insurers' role in enhancing development and utilization of environmentally sound technologies: A case study of Nordic insurers, af Renewable Energy Global Innovations, kandísku fyrirtæki sem fjallar um það markverðasta á sviði orkurannsókna, sem mikilsvert framlag til fræðanna (e. key scientific article).[23]
  • Láru var boðið að vera einn af gestaritstjórum sérheftis Journal of Cleaner Production um sjálfbær viðskiptalíkön (e. sustainable business models) sem gefið var út árið 2018.[24]
  • Lára hefur hlotið ýmsa rannsóknar-, náms- og verkefnastyrki og má þar nefna styrk frá Landsvirkjun (2009),[25] til framhaldsnema við íslenska háskóla, Umhverfis og orkurannsóknasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur (2010), Náttúruverndarsjóði Pálma Jónassonar (2010),[26] Samfélagssjóði Alcan (2009)[27] og Rannsóknarsjóði Viðskiptaráðs Íslands (2016).[28][29]
  • Lára hlaut í þrígang viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur við brautskráningu frá Tryggingaskóla Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT).[30][31] Þá kom hún að og stýrði ýmsum verkefnum sem hlutu viðurkenningu á meðan hún starfaði innan vátryggingageirans. Þar má nefna sem dæmi Íslensku gæðaverðlaunin[32] og Lóð á vogarskálina sem var viðurkenning fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki.[33]

Foreldrar Lára eru Jóhann H. Haraldsson, rafvirki (f. 1938) og Erla Elínborg Sigurðardóttir, húsmóðir og verkakona (1931-1996). Lára er gift Páli Ágústi Ásgeirssyni, vélaverkfræðingi. Saman eiga þau einn son (Ásgeir). Fyrir átti Lára son (Snævar Þór) og Páll Ágúst tvö börn (Albínu Huldu og Þorvarð).

  1. 1,0 1,1 „Lára Jóhannsdóttir í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði“. Sótt 25. júlí 2019.
  2. Atli Ísleifsson. (2018, 20. desember). Fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild HÍ. visir.is. Sótt 22. júlí 2019
  3. 3,0 3,1 „Mbl.is. (2013, 14. janúar). Doktor í viðskiptafræði“. Sótt 25. júlí 2019.
  4. Morgunblaðið. (2013, 14. janúar). Doktor í viðskiptafræði. Morgunblaðið. Sótt 22. júlí 2019
  5. Háskóli Íslands. (e.d.). Lára Jóhannsdóttir Prófessor. Umhverfis- og auðlindafræði. Viðskiptafræðideild. Ferilskrá. Sótt 22. júlí 2019
  6. Háskóli Íslands. Viðskiptafræðistofnun. (e.d.) Stjórn Geymt 12 apríl 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. júlí 2019
  7. Háskóli Íslands. (e.d). Nefndir háskólaráðs. Aðrar nefndir – Sjálfbærni- og umhverfisnefnd. Sótt 25. júlí 2019
  8. Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Lára Jóhannsdóttir. Sótt 25. júlí 2019
  9. Háskóli Íslands. (e.d.). Í átt að ábyrgari fjárfestingum. Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði. Sótt 25. júlí 2019
  10. Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað? Sótt 25. júlí 2019
  11. Mbl.is. (2018, 18. maí). Sjö fengu námsstyrk Fulbright. Sótt 25. júlí 2019
  12. Fulbright. (2018). Fulbright Arctic Initiative Scholars (2018-2019) Geymt 10 maí 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. júlí 2019
  13. 13,0 13,1 „Háskóli Íslands. (2018). Lára Jóhannsdóttir valin til þátttöku í samstarfsverkefni Fulbright á sviði norðurskautsfræða“. Sótt 25. júlí 2019.
  14. Mbl.is. (1997, 30. október). Nýir starfsmenn hjá Samlíf. Sótt 25. júlí 2019
  15. Neytendablaðið. (2003, 1. júní). Ánægður viðskiptavinur :-) – er besta fjárfestingin. Neytendablaðið, 2, 14. Sótt 25. júlí 2019
  16. Bergljót Baldursdóttir. (2016, 2. desember). Parísarsáttmálinn auðveldar málsóknir. Rúv. Sótt 25. júlí 2019
  17. Arnhildur Hálfdánardóttir. (2015, 15. apríl). Skandinavísku félögin komin mun lengra. Rúv, Spegillinn. Sótt 25. júlí 2019
  18. FKA. (2013). Á döfinni[óvirkur tengill]. Sótt 25. júlí 2019
  19. FKA. (2014). Á döfinni[óvirkur tengill]. Sótt 25. júlí 2019
  20. Vísir.is. (2008, 30. janúar). 100 konur bjóða sig fram í stjórn stærstu fyrirtækjanna. Sótt 25. júlí 2019
  21. Anton Egilsson. (2017, 8. desember). Loftslagsbreytingar veittar í fyrsta skipti. Visir.is. Sótt 22. júlí 2019
  22. IVEY. (e.d.). Centre for building sustainable value. Lára Jóhannsdóttir. Sótt 25. júlí 2019
  23. Renewable Energy global innovations. (e.d.). Key Scientific Articles[óvirkur tengill]. Sótt 25. júlí 2019
  24. Dentchev, N., Baumgartner, R., Dielman, H., Jóhannsdóttir, L., Jonker, J., Nyberg, T., Rauter, R., Rosano, M., Snihur, Y., Tang, X. og van Hoof, B. (2018). Embracing the variety of sustainable business models: Social Entrepreneurship, Corporate Intrapreneurship, Creativity, Innovation, and other approaches to sustainability challenges. Journal of Cleaner Production.Sótt 25. júlí 2019
  25. Háskóli Íslands. (2009). Árbók Háskóla Íslands 2009 (bls. 29). Sótt 25. júlí 2019
  26. Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. (e.d.). Styrkir. Sótt 25. júlí 2019
  27. Jón Hákon Halldórsson. (2009, 27. nóvember). Samfélagssjóður Alcan veitir 9,3 milljóna króna styrk. Visir.is Sótt 25. júlí 2019
  28. Viðskiptaráð Íslands. (2016). Ellefu milljónum veitt úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Geymt 9 nóvember 2016 í Wayback Machine. Sótt 22. júlí 2019
  29. Mbl.is. (2016, 16. september). HR fær 5 milljónir frá Viðskiptaráði. Sótt 25. júlí 2019
  30. Morgunblaðið. (1993, 4. júní). Tryggingaskóli SÍT brautskráir 32. Sótt 25. júlí 2019
  31. Tíminn. (1994, 29. júní). 33 nemendur brautskráðir. Tryggingaskóla S.Í.T. slitið. Sótt 25. júlí 2019
  32. Sjóvá. (2003). Sjóvá-Almennar hljóta Íslensku gæðaverðlaunin 2003. Sótt 25. júlí 2019
  33. Morgunblaðið. (2003, 16. nóvember). Sjóvá-Almennar og ÍTR fá hrós. Sótt 25. júlí 2019

Helstu ritverk

[breyta | breyta frumkóða]

Fræðigreinar

Bókarkaflar

Bækur