Lára Jóhannsdóttir
Lára Jóhannsdóttir | |
---|---|
Fædd | 1961 |
Störf | Prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands |
Lára Jóhannsdóttir er prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Umhverfis- og auðlindafræði er þverfræðileg námsbraut og nær þvert til allra fræðasviða Háskólans. Deildin er þó staðsett undir Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ en heimadeild prófessors Láru Jóhannsdóttur er Viðskiptafræðideild sem heyrir undir Félagsvísindasvið HÍ. Lára er fyrsta konan til að gegna stöðu prófessors í sinni heimadeild.[1][2]
Akademískur ferill
[breyta | breyta frumkóða]Lára brautskráðist árið 1981 sem stúdent af félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Árið 1990 útskrifaðist hún með gráðu frá frumgreinadeild Samvinnuháskóla Íslands, nú Háskólinn á Bifröst, og árið 1992 rekstrafræðigráðu frá sama skóla. Árið 2007 lauk Lára MBA námi í alþjóðlegri stjórnun með láði frá Thunderbird School of Global Management en námið fór fram í Tékklandi, Sviss, Rússlandi, Kína og Bandaríkjunum. Skólinn er núna hluti af Arizona State University (ASU). Árið 2012 varð Lára fyrsta konan til að ljúka doktorsprófi frá Viðskiptafræðideild HÍ.[3][4]
Lára var lektor í umhverfis- og auðlindafræði, við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands 2014-2017, dósent frá 2017-2018 og hefur verið í stöðu prófessors frá 2018.[5]
Lára hefur gegnt ýmsum stjórnunarstörfum innan Háskóla Íslands, til að mynda setið í stjórn Viðskiptafræðistofnunar frá árinu 2015,[6] verið formaður sjálfbærni- og umhverfisnefndar,[7] stýrt fagráði Félagsvísindasviðs og setið í stjórn Rannsóknarsjóðs við úthlutun styrkja úr Rannsóknarsjóði HÍ og Eimskipafélagssjóði HÍ.
Rannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Rannsóknir Láru snúa í víðum skilningi að fyrirtækjum, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð þeirra, sér í lagi hlutverki fjármálafyrirtækja á því sviði, ábyrgum fjárfestingum, umhverfis- og loftslagsmálum sem og að norðurskautsmálum.[1] Doktorsritgerð hennar nefnist „Nordic non-life insurer’s interest in, and response to, environmental issues“[8] og á íslensku „Áhugi og framlag norrænna skaðatryggingafélaga til lausna umhverfislegra vandamála“.[9] Rannsóknin byggir á viðtölum við 80 stjórnendur og sérfræðinga hjá 16 vátryggingafélögum sem starfa á Álandseyjum, Færeyjum, Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og í Svíþjóð, en hvert félag fyrir sig er meðal 2-4 stærstu vátryggingafélaganna í sínu heimalandi.[10] Rannsóknin leiddi í ljós talsverðan mun á milli tilvikshópa, þ.e. vátryggingafélaga í eyjasamfélögunum og í meginlandsfélögunum þegar horft er til aðgerða/aðgerðaleysis, afstöðu til umhverfismála og þátta sem gerir þeim kleift eða hindrar þau í að takast á við umhverfisleg málefni.[3]
Lára var valin valin til þátttöku í samstarfsverkefni Fulbright á sviði Norðurskautsfræða,[11] Fulbright Arctic Initiative (FAI) fyrir tímabilið 2018-2019.[12] FAI er flaggskip Fulbright-stofnunarinnar á sviði norðurskautsrannsókna. Tilgangur samstarfsverkefnisins er að styrkja alþjóðlegt vísindasamstarf á sviði Norðurskautsmála og að auka gagnkvæman skilning á milli þjóða. Lára var valin til þátttöku sameiginlega af stjórn Fulbright-stofnunarinnar á Íslandi og stjórn Fulbright í Bandaríkjunum. Um er að ræða 18 mánaða verkefni með þátttöku 16 fræði- og vísindamanna frá ríkjum Norðurskautsráðsins Geymt 26 júlí 2019 í Wayback Machine. Unnið var í tveimur vinnuhópum sem hafa hvor sitt áherslusvið: seigla samfélaga (e. resilient communities) og sjálfbær hagkerfi (e. sustainable economies) og tók Lára taka þátt í síðarnefnda hópnum. Þátttakendur unnu bæði að eigin rannsókn og sem hluti af rannsóknarteymi. Rannsóknarverkefni Láru snéri að hlutverki vátryggingarfélaga í efnahagslegri þróun á Norðurskautssvæðinu. Á meðan á verkefninu stóð dvaldi og stundaði Lára rannsóknir við Dartmouth College, í New Hampshire í Bandaríkjunum.[13]
Greinar eftir Láru hafar birst í tímaritum sem skráð eru í gagnagrunn á vegum Institute for Scientific Information (ISI) sem kallast ISI Web of Knowledge databases (áður Thomson Reuters) sem safnar upplýsingum um tilvitnanir í vísindagreinar. Margar greinar eftir Láru hafa birst í alþjóðlegum vísindatímartum með háan áhrifastuðul (impact factor), en áhrifastuðlinum segir til um mikilvægi tímarita innan tiltelinna fræðasviða og meta þannig vísindalegt framlag (novelty) greinanna og höfunda þeirra.
Stjórnunar- og sérfræðingsstörf
[breyta | breyta frumkóða]Lára hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu en hún starfaði um 14 ára skeið (1992-2006) sem sérfræðingur og stjórnandi í vátryggingageiranum á Íslandi.[14][15] Á árunum 2011-2019 sat hún í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Búnaðarbanka Íslands (LSBÍ),[13] auk þess að sitja þar í endurskoðunarnefnd og lánanefnd.
Lára hefur í störfum sínum innan fjármálageirans sem og innan akademíunnar haldið fjölmörg erindi, námskeið og birt greinar á sviði viðskipta, vellíðunar í starfi, samfélagslegrar ábyrgðar, stjórnarhátta fyrirtækja, umhverfis- og loftslagsmála, Parísarsamkomulagsins, sjálfbærni og norðurskautsmála. Greinar hafa m.a. verið birtar í Frjálsri verslun, Fréttablaðinu, Markaði Fréttablaðsins, Morgunblaðinu, Vikuspegli Morgunblaðsins, Viðskiptablaði Morgunblaðsins, Vísi og Lífeyrismál.is. Einnig hefur verið fjallað um rannsóknir Láru í Speglinum á RÚV.[16][17]
Lára var virk bæði í LeiðtogaAuði[18] sem og Félagi kvenna í atvinnulífinu[19] og var í hópi kvenna sem bauð sig fram til þess að taka sæti í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins.[20] Þá hefur Lára setið í dómnefnd Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, um veitingu Loftslagsviðurkenningar.[21]
Viðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]- Við útskrift frá Thunderbird hlaut Lára tvær heiðursgráður. Beta Gamma Sigma (BSG) fyrir framúrskarandi námsárangur á sviði viðskipta[22] og Pi Sigma Alpha fyrir framúrskarandi námsárangur í námskeiðum sem tengdust stjórnmálafræði (e. political science).
- Þá var fjallað um grein eftir Láru Jóhannsdóttur o.fl., Insurers' role in enhancing development and utilization of environmentally sound technologies: A case study of Nordic insurers, af Renewable Energy Global Innovations, kandísku fyrirtæki sem fjallar um það markverðasta á sviði orkurannsókna, sem mikilsvert framlag til fræðanna (e. key scientific article).[23]
- Láru var boðið að vera einn af gestaritstjórum sérheftis Journal of Cleaner Production um sjálfbær viðskiptalíkön (e. sustainable business models) sem gefið var út árið 2018.[24]
- Lára hefur hlotið ýmsa rannsóknar-, náms- og verkefnastyrki og má þar nefna styrk frá Landsvirkjun (2009),[25] til framhaldsnema við íslenska háskóla, Umhverfis og orkurannsóknasjóðs Orkuveitu Reykjavíkur (2010), Náttúruverndarsjóði Pálma Jónassonar (2010),[26] Samfélagssjóði Alcan (2009)[27] og Rannsóknarsjóði Viðskiptaráðs Íslands (2016).[28][29]
- Lára hlaut í þrígang viðurkenningar fyrir framúrskarandi námsárangur við brautskráningu frá Tryggingaskóla Sambands íslenskra tryggingafélaga (SÍT).[30][31] Þá kom hún að og stýrði ýmsum verkefnum sem hlutu viðurkenningu á meðan hún starfaði innan vátryggingageirans. Þar má nefna sem dæmi Íslensku gæðaverðlaunin[32] og Lóð á vogarskálina sem var viðurkenning fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki.[33]
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Foreldrar Lára eru Jóhann H. Haraldsson, rafvirki (f. 1938) og Erla Elínborg Sigurðardóttir, húsmóðir og verkakona (1931-1996). Lára er gift Páli Ágústi Ásgeirssyni, vélaverkfræðingi. Saman eiga þau einn son (Ásgeir). Fyrir átti Lára son (Snævar Þór) og Páll Ágúst tvö börn (Albínu Huldu og Þorvarð).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Lára Jóhannsdóttir í starf prófessors í umhverfis- og auðlindafræði“. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ Atli Ísleifsson. (2018, 20. desember). Fyrsta konan til að hljóta stöðu prófessors í viðskiptafræðideild HÍ. visir.is. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ 3,0 3,1 „Mbl.is. (2013, 14. janúar). Doktor í viðskiptafræði“. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ Morgunblaðið. (2013, 14. janúar). Doktor í viðskiptafræði. Morgunblaðið. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Lára Jóhannsdóttir Prófessor. Umhverfis- og auðlindafræði. Viðskiptafræðideild. Ferilskrá. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. Viðskiptafræðistofnun. (e.d.) Stjórn Geymt 12 apríl 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d). Nefndir háskólaráðs. Aðrar nefndir – Sjálfbærni- og umhverfisnefnd. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Lára Jóhannsdóttir. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Í átt að ábyrgari fjárfestingum. Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Vísindavefurinn. (2018). Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað? Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Mbl.is. (2018, 18. maí). Sjö fengu námsstyrk Fulbright. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Fulbright. (2018). Fulbright Arctic Initiative Scholars (2018-2019) Geymt 10 maí 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ 13,0 13,1 „Háskóli Íslands. (2018). Lára Jóhannsdóttir valin til þátttöku í samstarfsverkefni Fulbright á sviði norðurskautsfræða“. Sótt 25. júlí 2019.
- ↑ Mbl.is. (1997, 30. október). Nýir starfsmenn hjá Samlíf. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Neytendablaðið. (2003, 1. júní). Ánægður viðskiptavinur :-) – er besta fjárfestingin. Neytendablaðið, 2, 14. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Bergljót Baldursdóttir. (2016, 2. desember). Parísarsáttmálinn auðveldar málsóknir. Rúv. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Arnhildur Hálfdánardóttir. (2015, 15. apríl). Skandinavísku félögin komin mun lengra. Rúv, Spegillinn. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ FKA. (2013). Á döfinni[óvirkur tengill]. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ FKA. (2014). Á döfinni[óvirkur tengill]. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Vísir.is. (2008, 30. janúar). 100 konur bjóða sig fram í stjórn stærstu fyrirtækjanna. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Anton Egilsson. (2017, 8. desember). Loftslagsbreytingar veittar í fyrsta skipti. Visir.is. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ IVEY. (e.d.). Centre for building sustainable value. Lára Jóhannsdóttir. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Renewable Energy global innovations. (e.d.). Key Scientific Articles[óvirkur tengill]. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Dentchev, N., Baumgartner, R., Dielman, H., Jóhannsdóttir, L., Jonker, J., Nyberg, T., Rauter, R., Rosano, M., Snihur, Y., Tang, X. og van Hoof, B. (2018). Embracing the variety of sustainable business models: Social Entrepreneurship, Corporate Intrapreneurship, Creativity, Innovation, and other approaches to sustainability challenges. Journal of Cleaner Production.Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Háskóli Íslands. (2009). Árbók Háskóla Íslands 2009 (bls. 29). Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups. (e.d.). Styrkir. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Jón Hákon Halldórsson. (2009, 27. nóvember). Samfélagssjóður Alcan veitir 9,3 milljóna króna styrk. Visir.is Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Viðskiptaráð Íslands. (2016). Ellefu milljónum veitt úr Rannsóknasjóði Viðskiptaráðs Geymt 9 nóvember 2016 í Wayback Machine. Sótt 22. júlí 2019
- ↑ Mbl.is. (2016, 16. september). HR fær 5 milljónir frá Viðskiptaráði. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Morgunblaðið. (1993, 4. júní). Tryggingaskóli SÍT brautskráir 32. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Tíminn. (1994, 29. júní). 33 nemendur brautskráðir. Tryggingaskóla S.Í.T. slitið. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Sjóvá. (2003). Sjóvá-Almennar hljóta Íslensku gæðaverðlaunin 2003. Sótt 25. júlí 2019
- ↑ Morgunblaðið. (2003, 16. nóvember). Sjóvá-Almennar og ÍTR fá hrós. Sótt 25. júlí 2019
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]Fræðigreinar
- Cook, o.fl. (2017). Measuring countries’ environmental sustainability performance—The development of a nation-specific indicator set. Ecological indicators, 74(2017).
- Curtin, o.fl. (2018). How can financial incentives promote local ownership of onshore wind and solar projects? Case study evidence from Germany, Denmark, the UK and Ontario. Local Economy, 33(1) 40–61.
- Dentchev, o.fl. (2018). Embracing the variety of sustainable business models: A prolific field of research and a future research agenda. Journal of Cleaner Production, 194(1).
- Dentchev, o.fl. (2016). Embracing the variety of sustainable business models: Social Entrepreneurship, Corporate Intrapreneurship, Creativity, Innovation, and other approaches to sustainability challenges[óvirkur tengill]. Journal of Cleaner Production, 113 (2016).
- Johannsdottir, o.fl. (2019). Systemic risk of marine-related oil spills viewed from an Arctic and insurance perspective. Ocean & Costal Management, 179 (2019).
- Johannsdottir, (2017). Climate change and Iceland’s risk-sharing system for natural disasters. The Geneva Papers on Risk and Insurance – Issues and Practice, 42 (2).
- Johannsdottir, o.fl. (2017). Discourse analysis of the 2013-2016 Arctic Circle Assembly programmes. Polar Record, 53 (3).
- Johannsdottir, o.fl. (2018). Developing and using a Five C framework for implementing environmental sustainability strategies: A case study of Nordic insurers. Journal of Cleaner Production, 183 (2018).
- Johannsdottir, o.fl. (2016). Calls for Carbon Markets at COP21: a conference report. Journal of Cleaner Production, 124 (2016).
- Johannsdottir, (2015). Drives of proactive environmental actions of small, medium and large Nordic non-life insurance companies – and insurers as a driving force of actions. Journal of Cleaner Production, 108 (2015).
- Johannsdottir, o.fl., (2015). Hlutverk vátryggingafélaga við úrlausn umhverfislegra vandamála Geymt 15 júní 2020 í Wayback Machine. Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla, 11 (1).
- Johannsdottir, o.fl., (2015). Leadership role and employee acceptance of change: implementing environmental sustainability strategies within Nordic insurance companies. Journal of Organizational Change Management, 28(1).
- Johannsdottir, (2014). Transforming the linear insurance business model to a closed-loop insurance model: A case study of Nordic non-life insurers. Journal of Cleaner Production 83 (2014).
- Johannsdottir, (2014). The Geneva Association framework for climate change actions of insurers: A case study of Nordic insurers. Journal of Cleaner Production, 75 (2014).
- Johannsdottir, o.fl., (2014). Insurers' role in enhancing development and utilization of environmentally sound technologies: A case study of Nordic insurers. Journal of Cleaner Production 65 (2014).
- Johannsdottir, o.fl., (2014). Insurance perspective on talent management and corporate social responsibility: A case study of Nordic Insurers. Journal of Management and Sustainability 4 (1).
- Johannsdottir, o.fl., (2014). What is the potential and demonstrated role of non-life insurers in fulfilling climate commitments? A case study of Nordic insurers. Environmental Science & Policy 38 (2014).
- Johannsdottir, o.fl., (2014). Umhverfisleg sjálfbærni Íslands: Staðan og aðkoma stjórnvalda Geymt 3 júní 2018 í Wayback Machine. Stjórnmál og stjórnsýsla, 10 (2).
- Johannsdottir, o.fl., (2013). Stelpurnar í eldhúsinu: viðhorf og aðgerðir á sviði umhverfismála hjá norrænum vátryggingafélögum. Samtíð, 1(4).
- Jónsdóttir o.fl., (2015). Samfélagsleg ábyrgð í íslenskum skaðatryggingafélögum Geymt 2 júní 2018 í Wayback Machine. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 12 (1).
- Latapí Agudelo, o.fl., (2019). Literature Review of the History and Evolution of Corporate Social Responsibility. International Journal of Corporate Social Responsibility, 4(1).
- Matuszak-Flejszmana, o.fl., (2019). Effectiveness of EMAS: A case study of Polish organisations registered under EMAS. Environmental Impact Assessment Review, 74 (2019).
- McInerney, o.fl., (2016). Lima Paris Action Agenda: Focus on Private Finance – note from COP21. Journal of Cleaner Production, 126 (2016).
- Olafsson, o.fl., (2019). Þættir sem hafa áhrif á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi: Heildarmynd sýnd með áhrifariti Geymt 2 október 2019 í Wayback Machine. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 16 (1).
- Olafsson, o.fl., (2014). Measuring Countries’ Environmental Sustainability Performance – A review and Case Study of Iceland. Renewable and Sustainable Energy Reviews, 39 (2014).
- Thorisdottir, o.fl. (2019). Sustainability within Fashion Business Models: A Systematic Literature Review. Sustainability, 11 (8).
Bókarkaflar
- Johannsdottir, o.fl., (2019). Economic, environmental and social sustainability perspective's on Iceland's expanded tourism sector. Í Development and transformation processes in the tourism industry under the conditions of globalization, Klaipeda State University of Applied Sciences.
- Johannsdottir, o.fl., (2018). Climate Change Resilience: Role of Insurers’ in Bridging the Gap Between Climate Change Science and Heterogeneous Stakeholders. [Ritst. Walter Leal Filho]. Handbook of Climate Change Resilience. Springer.
- Johannsdottir, o.fl., (2018). Isolation as a Barrier for Climate Change Actions of Insurers. [Ritstj. Walter Leal Filho]. Handbook of Climate Change Resilience. Springer.
- Johannsdottir, o.fl., (2015). The role of employees in implementing CSR strategies. Í O’Riordan, Heinemann & Zmuda (Ritstj.). New perspectives on corporate social responsibility: Locating the missing link. Wiesbaden, Germany: Springer-Gabler.
- Johannsdottir, o.fl., (2012). The Primary Insurance Industry's Role in Managing Climate Change Risks and Opportunities. Í J. A. F. Stoner & C. Wankel (Ritstj.), Managing Climate Change Business Risks and Consequences: Leadership for Global Sustainability. New York: Palgrave Macmillan.
- Johannsdottir, (2009). Green Office Practices. Í T. Hart (Ritstj.), Nonprofit Guide to Going Green (pp. 456): John Wiley & Sons.
Bækur