Ríkisháskólinn í Arizona
Útlit
Ríkisháskólinn í Arizona er stærsti ríkisrekni rannsóknarháskólinn í Bandaríkjunum. Árið 2010 voru nemendur rúmlega 70 þúsund. Skólinn er á fjórum háskólasvæðum á stórborgarsvæði Phoenix.
Ríkisháskólinn í Arizona var stofnaður árið 1885 og hét þá Tempe Normal School fyrir Arizona Territory í Tempe, Arizona. Nafni skólans var breytt í Arizona State College árið 1945 og aftur árið 1958 í Ríkisháskólinn í Arizona (Arizona State University).
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ríkisháskólanum í Arizona.