Kyn (líffræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kyn getur einnig átt við kynferði. Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá aðgreiningarsíðuna.
Fjölbreytileiki í því hvernig dýr nota litninga til að ákvarða kyn.

Kyn vísar til ákveðinnar sérhæfingar hjá sumum lífverum sem nýta sér kynæxlun. Þar sést skipting niður í karlkyn og kvenkyn. Við kynæxlun sameinast kynfrumurnar (sæðisfruman og eggfruman) og ný lífvera verður til. Þær kynfrumur sem nýja lífveran hefur ákvarða líffræðilegt kyn hennar. Karlkynið framleiðir litlar kynfrumur (sæðisfrumur í dýrum, frjókorn hjá plöntum) en kvenkynið framleiðir stórar kynfrumur (eggfrumur). Þær lífverur sem framleiða bæði karlkyns og kvenkyns kynfrumur kallast tvíkynjungar.

Oft sést breytileiki milli karlkyns og kvenkyns einstaklinga, það getur komið fram kynvals.

Í mönnum og öðrum spendýrum er karlkynið vanalega með einn X-litning og einn Y-litning, en kvenkynið vanalega með tvo X-litninga. Fuglar og sum skordýr nota aðra litninga til að ákvarða kyn. Krabbadýr ákvarða ekki kyn af litningum heldur af umhverfi sínu, svo sem hversu mikil næring sé til staðar.

Kyn trúðfisksins ræðst af umhverfi hans. Þeir fæðast karlkyns, síðar meir verður stærsti fiskurinn kvenkyns.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.