Fara í innihald

Kristinn Pétursson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristinn Pétursson[1] (16. febrúar 18895. maí 1965) var reykvískur blikksmiður, iðnrekandi og íþróttamaður.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Kristinn starfrækti með Bjarna bróður sínum blikksmiðju og umfangsmikla stáltunnugerð í Vesturbæ Reykjavíkur,sem faðir þeirra Pétur Jónsson stofnaði 1883.

Þeir bræður voru á meðal stofnenda íþróttafélaganna ÍR og KR,[2] einnig tóku þeir mikinn þátt í félagsmálum með frímúrurum og bindindishreyfingunni.

Kristinn var fjölhæfur íþróttamaður á sínum yngri árum sérstaklega í frjálsum íþróttum[3] knattspyrnu og glímu. Hann var bakvörður í fyrsta kappliði KR gegn Fram í vígsluleik Melavallar 1911 og tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu 1912.

  1. Pétursson Frjáls Verslun 20.árgangur 1960, bls. 25-26.
  2. Fótboltafélags Reykjavíkur Vísir 10. mars 1939, bls. 5.
  3. PéturssonMorgunblaðið 15. júni 1979, bls.40,41,42.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.