Kraumsverðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kraumsverðlaunin eru íslensk plötuverðlaun á vegum Kraums - tónlistarsjóðs sem fyrst voru veitt þann 28. nóvember 2008.

Markmið verðlaunana er að kynna og styðja við íslenska plötuútgáfu, þá sérstaklega verk ungra listamanna og hljómsveita. Verðlauna og verkja athygli á því sem er nýtt og spenanndi í íslenskri tónlist ár hvert á sviði plötuútgáfu - og verðlauna þau verk sem sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Kraumur er sjálfstæður sjóður og starfsemi á vegum Auroru velgerðasjóðs sem hefur það meginhlutverk að efla íslenskt tónlistarlíf, fyrst og fremst með stuðningi við unga listamenn.

Framkvæmd[breyta | breyta frumkóða]

Kraumsverðlaunin snúast ekki um eina einstaka verðlaunaplötu, heldur að viðurkenna og verðlauna fleiri titla. Dómnefnd skipuð aðilum úr fjölmiðlamönnum með reynslu af því að fjalla um og/eða spila íslenska tónlist í útvarpi og prenti sjá um valið á bæði tilnefningum til verðlaunanna og verðlaunaplötunum sjálfum. Dómnefnd þyggur ekki laun fyrir sína vinnu.

Samkvæmt reglum Kraumsverðlaunanna er gert ráð fyrir að dómnefndin velji og verðlauni fimm breiðskífur sem koma út á árinu, þó með þeim fyrirvara að hægt sé að fjölga í þeim hópi ef sérstakt tilefni sé til. Í ár er tilefni, Kraumsverðlaunaplöturnar eru sex talsins.

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin neinni ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Ekkert umsóknarferli eða þátttökugjald er fyrir listamenn og plötuútagáfur. Verðlaunin hafa ekkert aldurstakmark, en markmið þeirra er engu að síður að einbeita sér að verkum yngri kynslóðar íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita.

Verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Umgjörð Kraumsverðlaunanna er haldið í lágmarki, og yfirlýst markmið Kraums er frekar að setja fé í stuðning verðlaunaplöturnar. Vinninghafar verðlaunanna hljóta ekki verðlaunagrip, heldur eru þau fremst fólgin í viðurkenningu, kynningu - og plötukaupum og stuðningi Kraums á verðlaunatitlunum.

Kraumur styðjur við Kraumsverðlaunaplöturnar með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa til starfsmanna tónlistarbransans erlendis, m.a. tónlistarhátíðir og umboðsskrifstofur, í samvinnu við [Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, ÚTÓN. Með þessu vill Kraumur auka við möguleika listamannanna bakvið verðlaunaplötur að koma verkum sínum á framfæri utan landsteinana.

Kraumsverðlaunin 2008[breyta | breyta frumkóða]

Kraumsverðlaunin 2008[breyta | breyta frumkóða]

 • Agent Fresco for Lightbulb Universe
 • FM Belfast for How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson for Apocrypha
 • Ísafold for All Sounds to Silence Come
 • Mammút for Karkari
 • Retro Stefson for Montaña

Plötur tilnefndar til Kraumsverðlaunanna 2008[breyta | breyta frumkóða]

 • Agent FrescoLightbulb Universe
 • Celestine — At the Borders of Arcadia
 • Dísa — Dísa
 • Dr. Spock — Falcon Christ
 • Emilíana TorriniMe and Armini
 • FM Belfast — How to Make Friends
 • Hugi Guðmundsson — Apocrypha
 • Introbeats — Tívólí chillout
 • Ísafold — All Sounds to Silence Come
 • Klive —Sweaty Psalms
 • Lay Low — Farewell Good Night’s Sleep
 • Mammút — Karkari
 • Morðingjarnir — Áfram Ísland
 • Múgsefjun — Skiptar skoðanir
 • Ólafur Arnalds — Variations of Static
 • Retro Stefson — Montaña
 • Reykjavík! — The Blood
 • Sigur RósMeð suð í eyrum við spilum endalaust
 • Sin Fang Bous — Clangour
 • Skakkamanage — All Over the Face

Dómnefnd[breyta | breyta frumkóða]

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna 2008 skipa:

 • Árni Matthíasson — formaður dómnefndar, blaðamaður, Morgunblaðið
 • Alexandra Kjeld — blaðamaður, Rjominn.is/Morgunblaðið
 • Andrea Jónsdóttir — útvarpsmaður, Rás 2
 • Arnar Eggert Thoroddsen — blaðamður, Morgunblaðið
 • Halldór Laxness (Dóri DNA) — blaðamaður, DV
 • Hildur Maral Hamíðsdóttir — bloggari, Rjominn.is
 • Ólafur Páll Gunnarsson — útvarpsmaður, Rás 2
 • Trausti Júlíusson — blaðamaður, Fréttablaðið
 • Þorkell Máni Pétursson — útvarpsmaður, X-ið
 • Ragnheiður Eiríksdóttir — blaðamaður, Fréttablaðið
 • Arndís Björk Ásgeirsdóttir — útvarpsmaður, Rás 1
 • Halla Steinunn Stefánsdóttir — útvarpsmaður, Rás 1
 • Sigvaldi Kaldalóns — útvarpsmaður, FM 957
 • Matthías Már Magnússon — útvarpsmaður Rás 2
 • Sveinn Birkir Björnsson — blaðamaður, Grapevine

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]