Húsafriðun

From Wikipedia
(Redirected from Húsfriðun)
Jump to navigation Jump to search

Húsafriðun (eða húsavernd) er stefna sem tekin er í skipulagsmálum, og snýr að því að friða og vernda gömul hús gegn skemmdum eða niðurrifi, eða þegar þau hafa farið illa svo sem í bruna. Oft er um sögufræg hús að ræða, hús sem halda borgarmyndinni saman eða búa yfir vissum byggingarstíl sem þarf að halda til haga. Dæmi um húsfriðun var þegar rífa átti Bernhöftstorfuna í miðbæ Reykjavíkur á áttunda áratugnum en þá voru Torfusamtökin stofnuð. Þau börðust kröftuglega gegn niðurrifi húsanna á Bernhöftslóðinni og komu loks í veg fyrir byggingu nýtísku húsa.

Húsafriðun á Íslandi[edit | edit source]

Samkvæmt lögum má friða mannvirki, hús eða húshluta sem hafa menningarsögulegt eða listrænt gildi. Friðun getur náð til nánasta umhverfis hins friðaða mannvirkis. Friða má samstæður húsa sem hafa slíkt gildi sem að framan greinir og gilda þá reglur friðunar um hvert einstakt þeirra. Tilgangur friðunarinnar er að tryggja sem best varðveislu þess mannvirkis sem um ræðir.

Tengt efni[edit | edit source]

Tenglar[edit | edit source]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.