Korsíkukrókus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Korsíkukrókus

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Sverðliljuætt (Iridaceae)
Ættkvísl: Krókus (Crocus)
Tegund:
C. corsicus

Tvínefni
Crocus corsicus
Mill.

Korsíkukrókus (fræðiheiti: Crocus corsicus) er blómstrandi planta í ættkvísl krókusa. Einlend á eyjunum Korsíku og Sardiníu.[1] Hann verður 8 - 10 sm hár með grönn og ilmandi blómin, eitt til tvö á plöntu. Skærfjólubleik að innan, föl bleik með purpuralitum rákum að utan. Blómstrar að vori.[2][3][4]

Crocus minimus vex einnig á Korsíku og Sardiníu og er áþekkur að útliti, hinsvegar er hann fljótgreindur á að litur frævilsins á korsíkukrókus er rauðgulur en gulur á C. minimus.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Kew World Checklist of Selected Plant Families
  2. RHS A-Z encyclopedia of garden plants. United Kingdom: Dorling Kindersley. 2008. bls. 1136. ISBN 1405332964.
  3. Ruksans, J. (2010). Crocuses. A complete guide to the genus: 1-216. Timber Press, Portland, London
  4. Tutin, T.G. & al. (eds.) (1980). Flora Europaea 5: 1-452. Cambridge University Press.
  5. J. Gamisans and J-F Marzocchi (1996). La Flore Endémique de la Corse. Edisud.