Konferensráð
Útlit
Konferensráð var dönsk tignarnafnbót sem notuð var frá lokum 17. aldar fram undir 1900. Upprunalega var þetta titill sem sérstakir ráðgjafar konungs í tilteknum málum báru en seinna var þetta almenn heiðursnafnbót af 2. flokki slíkra nafnbóta. Segja má að nafnbótin hafi verið ígildi lágrar aðalstignar en hún gekk þó ekki í arf.
Jón Eiríksson fékk konferensráðsnafnbót 1781 vegna starfa sinna í Rentukammerinu og hafði áður verið etatsráð. Eins var um Magnús Stephensen, hann var fyrst etatsráð en síðan konferensráð.