Etatsráð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Etatsráð var dönsk tignarnafnbót sem sumir báru fyrr á öldum. Tignin gekk ekki í arf. Um 1930 var hætt að notast við þessa nafnbót. Konungur sæmdi menn tigninni, en hún taldist vera af „þriðja flokki“ (da. tredje rangklasse), þ.e.a.s. þeim mönnum leyfðist að líta á sig sem nokkurs konar aðalsmenn, sem hana báru. Einnig fylgdi sá réttur tigninni, að mönnum leyfðist að koma dætrum sínum að í Vemmetofte-klaustri.

Etatsráðstign fylgdi hvorki embætti né aðrar skyldur, og var hún aðeins virðingartitill, í það minnsta frá því um 1700. Til dæmis var H.C. Andersen etatsráð. Meðal þekktra Íslendinga sem þessi nafnbót var veitt voru Finnur Magnússon og Magnús Stephensen.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar og heimildir[breyta | breyta frumkóða]