Kljásteinavefstaður
Útlit
Kljásteinavefstaður er vefstaður þar sem uppistöður eru hengdar í steina með gati í. Allt frá steinöld hafa slíkir vefstaðir þar sem ofið er með höföldum verið til. Kljásteinarnir hafa varðveist. Í Jeríkó hafa fundist sjö þúsund ára gamlir kljásteinar. Á víkingaöld klæddust menn fatnaði sem ofinn var í kljásteinavefstað.
Í fornu ljóði Darraðarljóð sem fjallar um Brjánsbardaga er myndlíking um vef sem ofinn er úr görnum manna og harðkléaður manna höfðum (mannahöfuð höfð fyrir kljásteina, kléa).
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kljásteinavefstaður.
- Hildur Hákonardóttir, Elizabeth Johnsten, Marta Klove Juuhl, Randi Andersen (ritstj.), Atle Ove Martinussen (ritstj.), The Warp-Weighted loom, Kljásteinavefstaðurinn, Oppstadsveven, Museumsentret i Hordaland, 2016
- Oppstadveven – ein tusenårig vevtradisjon
- Elsa Guðjónssen, Um vefstóla og vefara á Íslandi á 18. og 19. öld, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags,(01.01.1993), Blaðsíða 5