Fara í innihald

Kljásteinavefstaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kljásteinavefstaður (Þjóðminjasafn Íslands)

Kljásteinavefstaður er vefstaður þar sem uppistöður eru hengdar í steina með gati í. Allt frá steinöld hafa slíkir vefstaðir þar sem ofið er með höföldum verið til. Kljásteinarnir hafa varðveist. Í Jeríkó hafa fundist sjö þúsund ára gamlir kljásteinar. Á víkingaöld klæddust menn fatnaði sem ofinn var í kljásteinavefstað.

Í fornu ljóði Darraðarljóð sem fjallar um Brjánsbardaga er myndlíking um vef sem ofinn er úr görnum manna og harðkléaður manna höfðum (mannahöfuð höfð fyrir kljásteina, kléa).

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]