Kjarnorkuslysið í Tjernobyl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tjernobyl séð frá Pripyat.

Kjarnorkuslysið í Tjernobyl átti sér stað 26. apríl árið 1986 í Tjernobyl kjarnorkuverinu í Úkraínu, sem þá tilheyrði Sovétríkjunum.

Slysið átti sér stað þegar verið var að gera tilraunir með kjarnaofn, ofninn sprakk þegar kæling brást. Í kjölfarið braust út eldsvoði í aðal-rafal sem kallaður var rafall 4, þetta varð til þess að gífurlegt magn geislavirkra efna slapp út í andrúmsloftið. Nokkrir menn fóru niður hjá rafal 4 og náðu að minnka sprengikraftinn sem ella hefði orðið tvisvar sinnum meiri heldur en Hiroshima kjarnorkusprengingin.

Slysið er mesta kjarnorkuslys sem orðið hefur með tilliti til kostnaðar og dauðsfalla. Tjernobyl slysið er eitt af tveimur kjarnorkuslysum sem fengið hafa flokkunina 7 (hámarks flokkun) á hinum alþjóðlega skala um kjarnorkuvá, hitt slysið er Fukushima Daiichi kjarnorkuslysið sem átti sér stað árið 2011.

Rýma þurfti borgina og nærliggjandi héruð og bæi eftir slysið þar sem geislavirkni var það mikil að hún ógnaði heilsu og lífi manna. Enginn býr lengur í Tjernobyl og borgin er í eyði.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist