Kisustelpa
Kisustelpa er kona eða stúlka sem líkist ketti, er með kattareyru og stundum skott en hefur að öðru leyti mannslíkama. Þær finnast bæði í japönskum anime-teiknimyndum og manga-myndasögum.
Kisustelpur eru annaðhvort klæddar í þar til gerða búninga; með ásett eyru og lúffur sem líta út eins og loppur eða eru hálfir kettir. Þær eru yfirleitt ákaflega sætar (kawaii) og hegða sér frekar eins og kettlingar frekar en fullvaxta kettir.
Dæmi um kisustelpur má finna til dæmis í myndasögunum Tokyo Mew Mew (東京ミュウミュウ), Di Gi Charat (デ・ジ・キャラット), .hack, Geobreeders (ジオブリーダーズ) og DearS (ディアーズ).
Skyld fyrirbrigði eru t.d. refastelpur og hundastelpur en það er sjaldgæfara að slíkt sjáist. Einnig eru til kattastrákar (sjá td. Fruits Basket フルーツバスケット, Loveless og Hellsing), refastrákar (sjá Inu Yasha 犬夜叉) og hundastrákar (sjá einnig Inu Yasha).