Fara í innihald

Kór Akureyrarkirkju

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kirkjukór Akureyrar)
Kór Akureyrarkirkju á jólatónleikum í desember 2013

Kór Akureyrarkirkju (áður Kirkjukór Akureyrar) er blandaður kór starfræktur af Akureyrarkirkju. Líkt og aðrir kirkjukórar sinnir hann ásamt organista tónlistarflutningi í helgihaldi kirkjunnar, en einnig er hann tónleikakór, einkum hin síðari ár, og gefnar hafa verið út þrjár hljómplötur með söng kórsins.

Núverandi stjórnandi kórsins er Þorvaldur Örn Davíðsson.

Saga kórsins

[breyta | breyta frumkóða]

Þó svo sungið hafi verið við messur og annað helgihald í Akureyrarkirkju allt frá vígslu gömlu kirkjunnar við Aðalstræti árið 1863, þá var formlegur kirkjukór ekki stofnaður fyrr en í ársbyrjun 1945.[1] Fram að því var það á ábyrgð organista að kalla til söngfólk eftir þörfum. Fyrsti stjórnandi kórsins var Jakob Tryggvason, þáverandi organisti Akureyrarkirkju, en einnig stýrði Björgvin Guðmundsson tónskáld kórnum í fjarveru Jakobs fyrstu árin og naut kórinn þá gjarnan liðsinnis frá Kantötukór Akureyrar sem Björgvin stýrði einnig. Frá 1948 stýrði Jakob kórnum allt til ársins 1986 þegar Björn Steinar Sólbergsson tók við. Björn Steinar lagði ríka áherslu á að stækka kórinn og gera honum þannig kleift að takast á við stærri verk tónbókmenntanna.[2] Þeirri stefnu hélt einnig næsti stjórnandi kórsins, Eyþór Ingi Jónsso en meðstjórnandi með honum var Sigrún Magna Þorsteinsdóttir sem nú sér um starf barna kóra kirkjunna.

Kórinn hefur á ferli sínum tekist á við mörg af þekktum verkum tónbókmenntanna. Þar má nefna skemmri messur (missae brevis) eftir Haydn, Kodály, Fauré, og Mozart[1][2], sorgarkantötu eftir Telemann[1], Stabat mater eftir Pergolesi[1], sálumessur eftir Verdi[3], Brahms og Fauré, Sköpunina eftir Haydn, og Messu Guðs föður eftir Zelenka[4]. Árið 2023 tók kórinn þátt í hátíðartónleikum Sinfóníuhljómsveitar norðurlandsundir stjórn Bjarna Frímann í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar þegar Óðurinn til gleðinnar - 9. sinfónía Beethovens var í fyrsta skipti flutt á íslensku

Kórinn hefur gefið út fjórar hljómplötur með söng sínum:

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Sverrir Pálsson. 1990. Saga Akureyrarkirkju. Prentverk Odds Björnssonar hf.
  2. 2,0 2,1 Óskar Þór Halldórsson. 1991. "Ég er aldrei einmana við orgelið – rætt við Björn Sólbergsson, organista og kórstjóra." Dagur 20. apríl 1991, bls. 12-13.
  3. Jónas Sen. 2003. "Eldur á efsta degi." Dagblaðið Vísir 13. maí 2003, bls. 15.
  4. Haukur Ágústsson. 2013. "Afrek – Barokktónleikar." Akureyri vikublað 5. maí 2013.[óvirkur tengill]
  5. GG. 1997. Góð tónlistargjöf frá Kór Akureyrarkirkju. Dagur 9. desember 1997, bls. 2.