Jan Dismas Zelenka
Útlit
Jan Dismas Zelenka (fæddur 16. október 1679 - látinn 23. desember 1745) var bæheimskt tónskáld á barokktímabilinu.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Zelenka fæddist í smábænum Louňovice, litlum markaðsbæ suðaustan við Prag. Þar var faðir hans skólastjóri og organisti. Um æsku hans er lítið vitað en miðað við staðsetningu, stöðu föður hans og kaþólska trú hans er líklegast að hann hafi gengið í Jesúítaskólann Clementium í Prag.
Zelenka var mjög góður violoneleikari og árið 1710 gekk hann til liðs við konunglegu sinfóníuhljómsveitina í Dresden, sem Rameau lýsti síðar sem fullkominni. Þangað til hafði Zelenka verið í þjónustu Hartigs baróns í Prag. Zelenka spilaði í Dresden-hljómsveitinni til dauðadags.
Þekkt verk
[breyta | breyta frumkóða]- Sex Tríósónötur fyrir tvö óbó (nr. 3 er fyrir fiðlu og óbó), fagott og basso continuo.
- Konsert fyrir 8 raddir.
- Hypokondría fyrir 8 raddir.
- Messurnar í Missa Ultimae flokknum.