Kirkjubæjarkirkja
Útlit
Kirkjubæjarkirkja á Kirkjubæ í Hróarstungu er kirkja sem var reist 1851. Kirkjan er stór timburkirkja og þar er prédikunarstóll frá tíð Guðbrands Þorlákssonar biskups. Skírnarskálin er með tréumgjörð skorinni af Ríkarði Jónssyni. Altaristaflan í kirkjunni er frá 1894. Gripir úr eigu kirkjunnar eru á Þjóðminjasafni. Lögferja var við Kirkjubæ.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Kirkjubæjarkirkja Geymt 11 mars 2016 í Wayback Machine