„Kirkjubæjarklaustur“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Chmee2 (spjall | framlög)
m {{Commons|Category:Kirkjubæjarklaustur}}
Lína 11: Lína 11:


== Tenglar ==
== Tenglar ==
{{Commons|Category:Kirkjubæjarklaustur}}
* [http://www.timarit.is/?issueID=420006&pageSelected=1&lang=0 ''Kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1974]
* [http://www.timarit.is/?issueID=420006&pageSelected=1&lang=0 ''Kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1974]



Útgáfa síðunnar 17. ágúst 2010 kl. 18:18

Kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarklaustur eða Klaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. Þar voru 114 íbúar 1. desember 2008. Á Kirkubæjarklaustri var áður nunnuklaustur og síðan stórbýli.

Kirkjubæjarklaustur hét upphaflega Kirkjubær á Síðu. Bærinn var landnámsjörð og bjó þar Ketill fíflski, sonur Jórunnar mannvitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs. Hann var kristinn, en í Landnámu segir að áður hafi þar búið papar og heiðnir menn hafi ekki mátt búa á Kirkjubæ. Ekki er þess getið að Ketill hafi reist sér kirkju en þó kann svo að vera og hefur það þá líklega verið fyrsta kirkja á Íslandi.

Nunnuklaustur af Benediktsreglu var stofnað í Kirkjubæ 1186 og var þar til siðaskipta 1542. Á Sturlungaöld var Ögmundur Helgason staðarhaldari í Kirkjubæ en var gerður héraðsrækur eftir að hann lét taka Sæmund og Guðmund Ormssyni af lífi skammt frá Kirkjubæ 1252.

Kirkja var á Kirkjubæjarklaustri til 1859 en þá var hún flutt að Prestsbakka. Þekktastur presta þar á síðari öldum er séra Jón Steingrímsson eldklerkur, sem margir trúðu að hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár við Systrastapa með eldmessu sinni 20. júlí 1783. Hann er grafinn í kirkjugarðinum á Klaustri. Minningarkapella um hann var reist á Kirkjubæjarklaustri og vígð 17. júní 1974.

Kirkjubæjarklaustur er í fögru umhverfi við Skaftá og eru þar margir þekktir ferðamannastaðir á borð við Systrastapa, Systrafoss, Stjórnarfoss og Kirkjugólfið. Þar hafa verið gerðar mannaðar veðurathuganir síðan 1926. Grunnskóli er á Klaustri og þar er læknir, dýralæknir og héraðsbókasafn. Þar er gistihús, sundlaug, veitingasala og allmikil ferðamannaþjónusta.

Tenglar