„Enska borgarastyrjöldin“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
BodhisattvaBot (spjall | framlög)
m robot Breyti: nl:Engelse Burgeroorlog
Idioma-bot (spjall | framlög)
m robot Bæti við: lt:Anglijos pilietinis karas Breyti: it:Guerra civile inglese [r5545]
Lína 31: Lína 31:
[[hu:Angol polgári forradalom]]
[[hu:Angol polgári forradalom]]
[[id:Perang Saudara Inggris]]
[[id:Perang Saudara Inggris]]
[[it:Rivoluzione inglese]]
[[it:Guerra civile inglese]]
[[ja:イングランド内戦]]
[[ja:イングランド内戦]]
[[la:Bellum Civile Anglicum]]
[[la:Bellum Civile Anglicum]]
[[lb:Englesch Revolutioun]]
[[lb:Englesch Revolutioun]]
[[lt:Anglijos pilietinis karas]]
[[nds:Ingelsche Börgerkrieg]]
[[nds:Ingelsche Börgerkrieg]]
[[nl:Engelse Burgeroorlog]]
[[nl:Engelse Burgeroorlog]]

Útgáfa síðunnar 10. júní 2008 kl. 10:38

Cromwell og lík Karls 1. Málverk eftir Paul Delaroche (1797-1859).

Enska borgarastyrjöldin var röð vopnaðra átaka milli fylgismanna enska þingsins og fylgismanna konungs í Englandi 1642 til 1651. Fyrsta (1642-1646) og annað (1648-1649) borgarastríðið börðust stuðningsmenn Karls 1. við her Langa þingsins, en í þriðja borgarastríðinu (1649-1651) börðust stuðningsmenn Karls 2. við Afgangsþingið. Borgarastyrjöldinni lyktaði með sigri þingsins í orrustunni við Worchester 3. september 1651.

Afleiðingar borgarastyrjaldarinnar voru þær að Karl 1. var settur af og hálshöggvinn og sonur hans, Karl 2., hrakinn í útlegð. Í stað konungs tók Enska samveldið við 1649 til 1653 og síðan verndarríkið 1653 til 1659 sem var í raun einræði Olivers Cromwell. Einokun ensku biskupakirkjunnar á trúarlífi í landinu lauk, og sigurvegararnir styrktu enn í sessi yfirtöku mótmælenda á Írlandi. Borgarastyrjöldin festi í sessi þá hugmynd að breskir konungar gætu ekki ríkt án stuðnings þingsins (þingbundin konungsstjórn) þótt það væri ekki formlega staðfest fyrr en með dýrlegu byltingunni síðar á 17. öld.

Ólíkt öðrum enskum borgarastyrjöldum, sem snerust fyrst og fremst um það hver skyldi verða konungur, snerist enska borgarastyrjöldin öðrum þræði um tegund stjórnarfars. Sumir sagnfræðingar vilja því nota hugtakið „enska byltingin“ um ensku borgarastyrjöldina.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.