„Hústaka“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3: Lína 3:


== Hústak sem mótmæli ==
== Hústak sem mótmæli ==
Hústaka er oftast samfélags- eða stjórnmálaleg aðgerð til að mótmæla því að eigendur húsnæðis láta þau standa tóm og drabbast niður til að knýja á um að fá að rífa þau og byggja ný. Oft er þetta aðferð eigenda viðkomandi húsnæðis eftir að yfirvöld hafa synjað ósk um að fá að rífa viðkomandi hús. Oft er einnig verið að mótmæla ýmsum öðrum fyrirhugaðri notkun svæðis þar sem yfirgefin hús standa og á að rífa.
Hústaka er oftast samfélags- eða stjórnmálaleg aðgerð til að mótmæla því að eigendur húsnæðis láta þau standa tóm og drabbast niður til að knýja á um að fá að rífa þau og byggja ný. Oft er þetta aðferð eigenda viðkomandi húsnæðis eftir að yfirvöld hafa synjað ósk um að fá að rífa viðkomandi hús. Oft er einnig verið að mótmæla ýmsum öðrum fyrirhugaðri notkun svæðis þar sem yfirgefin hús standa og á að rífa. Hústaka tengist einnig hugmyndinni um sameignarrekstur í stað séreignar, þar sem hústökufólk ræður sínum ráðum sjálft án utanaðkomandi aðila og rekur viðkomandi eign eða svæði án þess þó að vera skráðir eigendur hennar og án þáttöku löglega skráðs eigenda.


== Þekktar hústökur ==
== Þekktar hústökur ==

Útgáfa síðunnar 8. nóvember 2014 kl. 12:36

Merki alþjóðasamtaka hústökufólks

Hústaka er verknaður sem felst í að flytja í yfirgefið eða autt húsnæði, oftast íbúðarhúsnæði sem hústökufólkið hvorki á, leigir né hefur heimild til að nota. Hústaka er algengari í borgum en sveitum og sérstaklega algeng þegar borgir, borgarhverfi eða einstök hús eru í niðurníðslu.

Hústak sem mótmæli

Hústaka er oftast samfélags- eða stjórnmálaleg aðgerð til að mótmæla því að eigendur húsnæðis láta þau standa tóm og drabbast niður til að knýja á um að fá að rífa þau og byggja ný. Oft er þetta aðferð eigenda viðkomandi húsnæðis eftir að yfirvöld hafa synjað ósk um að fá að rífa viðkomandi hús. Oft er einnig verið að mótmæla ýmsum öðrum fyrirhugaðri notkun svæðis þar sem yfirgefin hús standa og á að rífa. Hústaka tengist einnig hugmyndinni um sameignarrekstur í stað séreignar, þar sem hústökufólk ræður sínum ráðum sjálft án utanaðkomandi aðila og rekur viðkomandi eign eða svæði án þess þó að vera skráðir eigendur hennar og án þáttöku löglega skráðs eigenda.

Þekktar hústökur

Hlið Kristjaníu á Kristjánshöfn

Ein þekktasta hústaka er Fríríkið Kristjanía í Kaupmannahöfn þar sem árið 1971 hópur fólks íbúar frá Kristjánshöfn brutust inn á afgirt svæði þar sem stóðu yfirgefnar herbúðir (Baadsmandsstræde Kaserne). Ástæðan var sú að óánægðir foreldrar óskuðu eftir leikvelli fyrir börn sín og tóku málið í eigin hendur. Fljótlega fluttu þó hippar og ýmsir heimilislausir einstaklingar inn og settust að í tómum byggingunum. Árum saman reyndu yfirvöld með hálfum huga að fjarlægja íbúana, en það hefur enn ekki tekist, að hluta til vegna almenns stuðnings dönsku þjóðarinnar við fríríkið.

Hústökur á Íslandi

Dæmi um hústöku á Íslandi er þegar þann 9. apríl 2009 flutti hústökufólk inn í hús við Vatnsstíg 4 í Reykjavík. Eigandi hússins, byggingarfyrirtækið ÁF hús gaf hústökufólkinu frest til þess að yfirgefa húsið. Ástæðan sem fyrirtækið gaf upp var að ýmsar slysahættur væru í húsinu og í kjölfarið réðst lögreglan til inngöngu og fjarlægði fólkið. Húsinu var svo lokað til þess að hindra frekari hústöku þar.

Einnig voru mótmæli við fyrirhugað niðurrif húsanna á Bernhöftstorfunni í miðborg Reykjarvík mótmælti í líkingu við hústöku en þar tók sig til hópur fólks og málaði húsin til að sýna fram á hversu mikil prýði væri að þeim ef þau væru gerð upp. Á það var að lokum fallist og Torfusamtökin sem stofnuð höfðu verið árið áður falið að standa að uppbyggingu húsanna.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.