„Hadríanusarmúrinn“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
JYBot (spjall | framlög)
m r2.7.1) (Vélmenni: Bæti við: hy:Հադրիանոսի պատ
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 53 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q57357
Lína 16: Lína 16:


[[Flokkur:Saga Englands]]
[[Flokkur:Saga Englands]]

[[an:Muro d'Hadrián]]
[[ar:سور هادريان]]
[[bg:Адрианов вал]]
[[br:Moger Hadrian]]
[[ca:Vallum Romanum]]
[[cs:Hadriánův val]]
[[cy:Mur Hadrian]]
[[da:Hadrians mur]]
[[de:Hadrianswall]]
[[en:Hadrian's Wall]]
[[eo:Muro de Hadriano]]
[[es:Muro de Adriano]]
[[eu:Hadrianoren Harresia]]
[[fa:دیوار هادریان]]
[[fi:Hadrianuksen valli]]
[[fr:Mur d'Hadrien]]
[[fy:Muorre fan Hadrianus]]
[[gl:Vallum Hadriani]]
[[he:חומת אדריאנוס]]
[[hr:Hadrijanov zid]]
[[hu:Hadrianus fala]]
[[hy:Հադրիանոսի պատ]]
[[id:Tembok Hadrianus]]
[[it:Vallo di Adriano]]
[[ja:ハドリアヌスの長城]]
[[ka:ადრიანეს კედელი]]
[[la:Vallum Aelium]]
[[lt:Adriano siena]]
[[ms:Tembok Hadrian]]
[[nds-nl:Mure van Hadrianus]]
[[nl:Muur van Hadrianus]]
[[nn:Hadrianmuren]]
[[no:Hadrians mur]]
[[oc:Paret d'Adrian]]
[[pl:Wał Hadriana]]
[[pnb:ہیڈرین کند]]
[[pt:Muralha de Adriano]]
[[ro:Zidul lui Hadrian]]
[[ru:Вал Адриана]]
[[sco:Hadrian's waw]]
[[sh:Hadrijanov zid]]
[[simple:Hadrian's Wall]]
[[sk:Hadriánov val]]
[[sl:Hadrijanov zid]]
[[sr:Хадријанов зид]]
[[sv:Hadrianus mur]]
[[ta:ஆட்ரியனின் சுவர்]]
[[th:กำแพงเฮเดรียน]]
[[tr:Hadrian Duvarı]]
[[tt:Адриан дивары]]
[[uk:Адріанів вал]]
[[xmf:ადრიანეშ კიდა]]
[[zh:哈德良长城]]

Útgáfa síðunnar 9. mars 2013 kl. 04:54

Hluti af múrnum

Hadríanusarmúrinn (enska: Hadrian’s Wall, latína: Vallum Aelium) er varnargarður úr grjóti og torfi sem Rómverjar létu reisa þvert yfir Norður-England. Verkið var hafið árið 122 e.Kr. á ríkisárum Hadríanusar keisara. Hann var annar af tveimur fyrstu varnargörðum sem reistur var í Stóra-Bretlandi, hinn er Antonínusarmúrinn sem liggur þvert yfir Skotland. Hadríanusarmúrinn er þekktari af því rústir hans eru heillegri.

Talið er að múrinn hafi verið reistur til þess að afmarka landamæri Rómaveldis í Stóra-Bretlandi, þ.e. Brittaníu, og veita vörn gegn árásum þjóðflokka norðan hans. Bygging múrsins bætti efnahag manna í landamærahéruðunum og stuðlaði að friðsamlegra ástandi, enda var hann einhver tryggustu landamæri Evrópu á þeim tíma.

Múrinn var um 120 kílómetrar á lengd en þykkt og hæð var misjöfn og fór eftir efnivið og aðstæðum á hverjum stað. Sumstaðar var hann gerður úr tilhöggnu grjóti, annars staðar úr torfi. Hæðin var frá 3,5 metrum upp í fimm til sex metra og múrinn var allt að sex metrar á þykkt en þó víðast hvar mun mjórri. Virkisgrafir voru meðfram honum og á honum eða við hann voru um 80 litlir virkisturnar þar sem rómverskar herdeildir höfðu aðsetur og fylgdust með mannaferðum.

Megnið af múrnum stendur enn í dag og er hann heillegastur um miðbikið en allt fram á 20. öld var þó tekið grjót úr honum til að nota í önnur mannvirki. Göngu- og hjólastígur liggur meðfram honum mestöllum. Hann er helsti ferðamannastaður í Norður-Englandi og þar kallar fólk hann Roman Wall eða the Wall. Hadríanusarmúrinn var skráður á heimsminjaskrá UNESCO árið 1987. Samkvæmt English Heritage, samtökum sem stjórna varðveislu sögustaða í Englandi, er hann „mikilvægasta rómverska minnismerkið í Bretlandi“.

Heimildir

  Þessi Englandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.