Torf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Torf er rótarkerfi plantna, hvort sem þær vaxa á þurru eða í mýri, en það er mismunandi þétt eftir því hver jarðvegurinn er.

Nýleg torfhleðsla

Í plönturótum er svo kallað tréni sem fúnar á mislöngum tíma eftir aðstæðum eins og timbur gerir. Torf er mjög misjafnt eftir því hvenær og hvar það er tekið. Nýtt eða vaxandi rótarkerfi í mýrartorf er mjög ólíkt gömlu og fúnu torf, á sama hátt og glænýr viður og grautfúinn. Á sama hátt eru langar, þéttar og vel flæktar rætur mýrartorfs töluvert frábrugðnar stuttum og gisnum rótum torfs af þurrlendi.

Það er hægt er að stinga þessar þéttu rótarflækju upp með skóflu eða rmeð ljá. Torf var eittmeginefni til húsbygginga frá upphafi byggðar á Íslandi allt fram á fyrsta fjórðung 20. aldar. Í besta torfinu eru hvorki lög af leir, né sandi og var þannig torf notað fyrir dýnu í rúm og reiðing undirklyfbera á hest.

Í þurru torfi er mjög góð einangrun og var það notað milli þilja í timburhúsum langt fram á 20. öld.

Þurrkað torf hefur einnig verið notað sem eldsneyti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://skemman.is/bitstream/1946/37431/1/2021_MA-ritgerð_60ect-SS.pdf
  2. https://www.glaumbaer.is/static/files/Skjol/c-vii-torf-til-bygginga.pdf