Munur á milli breytinga „Oldsagskommissionen“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
'''Oldsagskommissionen''' (''Den kongelige Commission til Oldsagers Opbevaring'') – á íslensku: '''Fornminjanefndin''', (''Nefndin til varðveislu fornminja''', (eða ''Hin konunglega nefnd til viðurhalds fornaldarleifa'') – var skipuð að konungsboði [[22. maí]] [[1807]]. Verkefni nefndarinnar voru margvísleg, einkum að tryggja varðveislu mikilvægra minja frá fyrri tíð og taka í sína vörslu forngripi sem kynnu að finnast. Söfn nefndarinnar (''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager'', öðru nafni ''Oldnordisk Museum''), urðu síðar stofninn að [[Þjóðminjasafn Dana|Þjóðminjasafni Dana]].
 
[[Rasmus Nyerup]] átti frumkvæðið að skipun nefndarinnar, en hann hafði árið 1805 bent á að margar sögulegar minjar á æskuslóðum hans við þorpið [[Nyrup]] á [[Fjón]]i, hefðu horfið síðan hann var barn. Eitt af fyrstu verkefnum nefndarinnar var að senda 12 prentaðar spurningar til allra presta í Danmörku, til þess að fá yfirlit yfir fornminjar í landinu. Á grundvelli svarbréfa sem bárust, voru um 200 fornminjar friðaðar á árunum 1809-1811.
Skýrslur presta til nefndarinnar voru mikilvæg fyrirmynd þegar [[Hið íslenska bókmenntafélag]] réðist í það í árið [[1839]] að fá presta til að taka saman [[sóknalýsingar]], en þær áttu að verða stofn að nýrri Íslandslýsingu.
 
''Nefndin til varðveislu fornminjaFornminjanefndin'' gaf út tímaritið ''Antiqvariske Annaler'' 1812-1827 (í fjórum bindum). Þar var lýst þekktum og nýfundnum fornminjum, og safnauka ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager''. Telja má þetta tímarit undanfara [[Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie]].
 
Með lagabreytingu árið 1849 urðu konunglegu söfnin eign danska ríkisins. Var ''Fornminjanefndin'' þá lögð niður.
 
==Heimildir==

Leiðsagnarval