Munur á milli breytinga „Oldsagskommissionen“

Jump to navigation Jump to search
ekkert breytingarágrip
 
Skýrslur presta til nefndarinnar voru mikilvæg fyrirmynd þegar [[Hið íslenska bókmenntafélag]] réðist í það í árið [[1839]] að fá presta til að taka saman [[sóknalýsingar]], en þær áttu að verða stofn að nýrri Íslandslýsingu.
 
''Nefndin til varðveislu fornminja'' gaf út tímaritið ''Antiqvariske Annaler'' 1812-1827 (í fjórum bindum). Þar var lýst þekktum og nýfundnum fornminjum, og safnauka ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager''. Telja má þetta tímarit undanfara [[Aarbøger for nordisk Oldkyndighed og Historie]].
 
C. J. Thomsen átti eftir að lyfta Grettistaki í fornleifafræði og safnamálum í Danmörku. Hann endurskipulagði ''Det Kongelige Museum for Nordiske Oldsager'' (''Oldnordisk Museum''), sem opnað var almenningi árið 1819. Varð það síðar kjarninn í [[Þjóðminjasafn Dana|Þjóðminjasafni Dana]] (''Nationalmuseet''), sem stofnað var 1892.

Leiðsagnarval