Munur á milli breytinga „Max Weber“

Jump to navigation Jump to search
1.375 bætum bætt við ,  fyrir 10 árum
ekkert breytingarágrip
 
Bókin [[Mennt og máttur]] i íslenskri þýðingu [[Helgi Skúli Kjartansson|Helga Skúla Kjartanssonar]] á tveimur fyrirlestrum sem Weber flutti upp úr aldamótunum [[1900]] - [[1901]] og kom út í lærdómsritaröð [[Hið íslenska bókmenntafélag|Bókmenntafélagsins]] [[1973]].
 
== Félagsvísindin ==
Weber er þekktur fyrir margvísleg framlög hans til félagsvísindanna. Hann hefur haft varanleg áhrif hugmyndum manna á sviði félagsfræði, lögfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, trúarbragðafræði og sagnfræði. Þekktasta verk hans er vafalaust ''Siðfræði mótmælenda og andi auðhyggjunnar'' (þ. Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus) (1905) en í þeirri bók kannaði hann tengsl [[kalvínismi|kalvínisma]] og þróun [[kapítalismi|kapítalisma]]. Weber var sérlega áhugasamur um áhrif trúarbragða á mennningu og rannsakaði ítarlega öll helstu [[trúarbrögð]]in.
 
Weber setti fram þá skilgreiningu á nútíma[[ríki]]ð sem oftast er vísað í að það væri samfélag manna sem gerði viðurkennda kröfu til einokunar á réttmætri beitingu [[ofbeldi]]s á afmörkuðu landsvæði.
 
Weber skilgreindi vald sem getu manna til þess að ná fram vilja sínum gagnvart öðrum burtséð frá óháð vilja þeirra. Valdi skipti hann í þrjá flokka:
# Náðarvald nefnist það vald sem er bundið einstaklingi og persónu hans. Slíkt vald er því tímabundið.
# Hefðarvald nefnist vald sem flyst milli kynslóða, t.d. innan [[konungsfjölskylda|konungsfjölskyldna]].
# Regluvald byggist á formlegum, oftast skrifuðum reglum og föstu skynsamlegu kerfi (sjá [[skrifræði]]).
 
==Ljósmyndir==
11.620

breytingar

Leiðsagnarval