Kaupum ekkert-dagurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kaupum ekkert-ganga í San Francisco árið 2000.

Kaupum ekkert-dagurinn er óformlegur dagur til að mótmæla neysluhyggju sem er haldinn víða um heim. Dagurinn á upptök sín í Kanada þar sem hann var fyrst haldinn í Vancouver í september árið 1992 og kynntur af kanadíska tímaritinu Adbusters. 1997 var hann fluttur til að hann kæmi saman við fyrsta föstudag eftir Þakkargjörðarhátíðina sem er einn mesti verslunardagur Bandaríkjanna. Utan Bandaríkjanna er dagurinn haldinn hátíðlegur laugardaginn á eftir. Árið 2008 var þessi hátíð haldið dagana 28. og 29. nóvember .