Fara í innihald

Kaupum ekkert-dagurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaupum ekkert-ganga í San Francisco árið 2000.

Kaupum ekkert-dagurinn er óformlegur dagur, sem haldinn er víða um heim, til að mótmæla neysluhyggju. Tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar um neyslu sína og fá fólk til að stoppa og hugsa sig betur um áður en ákveðið er að kaupa eitthvað.

Dagurinn á rætur að rekja til Kanada. Þar var hann fyrst haldinn í Vancouver í september árið 1992. Það var listamaðurinn Ted Dave sem stofnaði hreyfinguna kynnti í kanadíska tímaritinu Adbusters.  Árið 1997 var Kaupum ekkert-dagurinn svo færður á fyrsta föstudag eftir þakkagjörðarhátíðina sem er einn mesti verslunardagur í Bandaríkjunum, en sá dagur er einnig þekktur sem svartur föstudagur.[1]

Kaupum ekkert-dagurinn hefur svo verið að dreifa sér smátt og smátt til fleiri landa. Í kringum aldamótin var þessi dagur haldinn víðsvegar um Evrópu og í dag er hann haldinn í yfir 60 löndum.[2]

Á Íslandi var Kaupum ekkert-dagurinn fyrst haldinn þann 24. nóvember árið 2000, en þá var hópur af listamönnum sem tók sig saman og skipulagði dagskrá fyrir daginn í Reykjavík.

Á næstu árum

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2024 - 29. nóvember
  • 2025 - 28. nóvember
  • 2026 - 27. nóvember

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Buy_Nothing_Day
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2016. Sótt 24. mars 2017.