Svartur föstudagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Svartur föstudagur (úr ensku Black Friday, einnig nefnt svartur fössari á íslensku) er fjórði föstudagurinn í nóvember á hverju ári en í mörgum löndum er hann talinn fyrsti dagur jólaverslunartímans. Margar verslanir bjóða upp á afslátt og lengja opnunartíma sinn þann dag.

Svartur föstudagur er daginn eftir þakkagjörðarhátíðina í Bandaríkjunum, en hefðin er ættuð þaðan. Í Bandaríkjunum er svartur föstudagur tekjuhæstur dagur ársins í mörgum verslunum. Svartan föstudag er nú að finna í mörgum löndum, þar á meðal Kanada, Bretlandi, Þýskalandi, á Íslandi og víðar.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.