Þakkagjörð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þakkagjörðarkvöldverður í Bandaríkjunum

Þakkagjörð er hátíð sem haldin er í Bandaríkjunum, Kanada, á nokkrum Karíbahafseyjum og í Líberíu. Hátíðinni var upprunalega ætlað að vera tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins sem var að líða.

Svipaðar hátíðir er að finna í Þýskalandi og Japan. Þakkagjörð er haldin á öðrum mánudegi í október í Kanada en á fjórða fimmtudegi í nóvember í Bandaríkjunum.

Þakkagjörðarhefðir eru mismunandi eftir löndum, en oft heimsækir fólk fjölskyldu sína og borðar sérstakan þakkagjörðarmat.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.