Rafrænn mánudagur
Útlit
Rafrænn mánudagur er mánudagurinn á eftir svörtum föstudegi í lok nóvember ár hvert. Þessi dagur er tileinkaður vefverslunum sem bjóða upp á afslátt þennan dag. Dagurinn var búinn til af markaðsfyrirtækjum árið 2005. Oft eru það litlar vefverslanir sem nýta þennan dag til að bjóða uppá allskonar tilboð og afslætti. Ein af ástæðunum er að þessar litlu verslanir geta ekki keppt við tilboðin sem stóru keðjurnar bjóða uppá á svörtum föstudegi.