Fara í innihald

Kassandra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ajax rænir Kassöndru, mynd á skál frá 550 fyrir Krist
Ajax og Cassandra eftir Solomon Joseph Solomon, 1886.

Kassandra er í grískri goðafræði dóttir konungsins Príamosar í Tróju og drottingarinnar Hekabe. Fegurð hennar heillaði guðinn Appollon þannig að hann gaf henni forspárgáfu en þegar hún hafnaði ástum hans þá lagði Appollon á hana þau álög að enginn skyldi trúa spádómum hennar.

Kassandra sá fyrir fall og eyðileggingu Trójuborgar og varaði Trójumenn við Trójuhestinum, hún sá fyrir dauða Agamemnons og sínar eigin raunir og dauða en hún gat engu breytt.

Eftir Trójustríðið leitaði hún hælis í musteri Aþenu og þar var henni nauðgað af Ajax. Hún var tekin til fanga og gerð að hjákonu Agamemnons í Mýkenu.