Fara í innihald

Kartöflubjalla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kartöflubjalla

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki Animalia
Fylking: Liðdýr Arthropoda
Flokkur: Skordýr Insecta
Ættbálkur: Bjöllur Coleoptera
Ætt: Laufbjöllur Chrysomelidae
Ættkvísl: Leptinotarsa
Tegund:
L. decemlineata

Tvínefni
Leptinotarsa decemlineata
Say, 1824 

Leptinotarsa decemlineata

Kartöflubjalla (eða kólóradóbjalla) (fræðiheiti: Leptinotarsa decemlineata) er bjalla sem er skaðvaldur á kartöfluökrum.

Bjallan er sporöskjulaga og kúpt, um 10 mm löng og 7 mm breið með rauðgult höfuð og hálsskjöld og gula skjaldvængi með svarta flekki og svartar langrendur. Lirfan er í fyrstu dökkrauð en verður síðan gul með svarta flekki.

Lífshættir

[breyta | breyta frumkóða]
Lirfur kartöflubjöllunnar

Kartöflubjalla liggur í vetrardvala djúpt í jörðu (25–40 sm) og vaknar til lífs á vorin eftir rigningar og þegar jarðvegshiti hefur náð 14 °C hita á því dýpi sem bjallan lá í dvala. Bjallan makast og kvendýrin verpa. Eggin klekjast út á 4-10 dögum. Lirfurnar ná fullum vexti á 15 dögum og grafa sig þá niður í jörðina og púpa sig. Bjöllur skríða svo úr púpum að 8-15 dögum liðnum.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]
Colorado potato beetle in Hédervár, Hungary
Uppruni kartöflubjöllu (gult) og kartöflu (grænt) og útbreiðslusvæði bjöllunnar (appelsínugult)

Upprunaleg heimkynni bjöllunnar eru í Suður-Ameríku og vestanverðri Norður-Ameríku en þaðan hefur hún dreifst austur eftir álfunni og borist til Evrópu í kringum aldamótin 1900. Hún hefur fundist á öllum Norðurlöndunum og í Bretlandi en hefur ekki náð þar fótfestu.

Kartöflubjöllur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Kartöflubjöllur hafa þrisvar fundist á Íslandi. Sú fyrsta fannst í Reykjavíkurhöfn í júlí 1966, sú næsta á Seltjarnarnesi í júlí 1997 og sú síðasta í Reykjavík í maí 2006. Aðstæður til útbreiðslu virðast ekki vera hagstæðar fyrir kartöflubjöllu í Norður-Evrópu og Bretlandi.