Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður
Forsíða Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður

Bakhlið Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður
Bakhlið

Gerð IM 42
Flytjandi Karlakórinn Vísir, stjórnandi Þormóður Eyjólfsson, einsöngvari Daníel Þórhallsson, undirleikari Emil Thoroddsen
Gefin út 1954
Tónlistarstefna Sálmalög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Karlakórinn Vísir - Alfaðir ræður er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur karlakórinn Vísir frá Siglufirði tónverkið Alfaðir ræður eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Sigurðar Eggerz. Stjórnandi er Þormóður Eyjólfsson, einsöngvari Daníel Þórhallsson og undirleikari er Emil Thoroddsen. Platan er hljóðrituð í mono. Pressun: AS Nera í Osló.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alfaðir ræður - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Sigurður Eggerz - Hljóðdæmi 


Ljóðið Alfaðir ræður samdi Sigurður Eggerz eftir sjóslys sem varð við Vík í Mýrdal 26. maí 1910, þar sem fimm menn drukknuðu. Sigurður var sýslumaður Skaftfellinga þegar þessi atburður átti sér stað og staðsettur í Vík.[1]

Alfaðir ræður[breyta | breyta frumkóða]

Alfaðir ræður, öldurnar hníga.
Eilífðin breiðir út faðminn sinn djúpa.
Helþungar stunur í himininn stíga.
Við hásæti drottins bænirnar krjúpa.
Alfaðir, taktu ekki aleiguna mína.
Alfaðir, réttu út höndina þína.
Aldan er hnigin, auð hímir ströndin.
Á eilífðar bylgjunum sálirnar dreymir.
Þú hreyfir ei, dauði, heilögu böndin.
Því himinninn tárin ekknanna geymir.
Alfaðir, sjórinn tók aleiguna mína.
Alfaðir, réttu mér höndina þína.
Yfir útsænum mikla englarnir syngja.
Ástin draumblæju himnanna krýna.
Dánarklukkurnar deyjandi hringja.
Drottinn réttir fram höndina sína
Ljóð: Sigurður Eggerz

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Lesbók Morgunblaðsins, 24. desember 1940, bls. 405.