Fara í innihald

Karl Lachmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Karl Lachmann.

Karl Konrad Friedrich Wilhelm Lachmann (4. mars 179313. mars 1851) var þýskur fornfræðingur, textafræðingur og bókmenntarýnir. Hann kenndi klassíska textafræði við háskólann í Königsberg og síðar við Humboldt-háskólann í Berlín.

Lachmann hélt því fram að Ilíonskviða Hómers væri samin úr a.m.k. 16 öðrum kvæðum sem hefðu verið sett saman í eitt kvæði og svo aukið vð hana. Kenningar hans höfðu töluverð áhrif á hómersrannsóknir á 19. öld en eru nú taldar úreltar.

Lachmann ritstýrði einnig útgáfu á texta Lucretiusar (1850). Hann gat sýnt hvernig öll þrjú helstu handritin væru komin af sameiginlegri fyrirmynd, sem var 302 blaðsíður með 26 línum á síðu. Hann sýndi enn fremur fram á að sameiginleg fyrirmynd varðveittra handrita hefði verið ritað með lágstöfum og að fyrirmynd þess hefði verið 4. eða 5. aldar handrit með hástafaletri. Lachmann ritstýrði einnig textum Propertiusar (1816); Catullusar (1829); Tibullusar (1829); Genesiusar (1834); Terentianusar Maurusar (1836); Babriusar (1845); og Avianusar (1845) auk annarra höfunda. Hann þýddi einnig sonnetur Shakespeares (1820) og leikritið Macbeth (1829) á þýsku.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.