Karl 1. Austurríkiskeisari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Karl 1. Austurríkiskeisari

Karl 1. (fæddur Karl Franz Jósef Loðvík Hubert Georg Otto Maria; 17. ágúst 1887 – 1. apríl 1922) var síðasti leiðtogi austurrísk-ungverska keisaradæmisins. Hann var síðasti keisari Austurríkis, síðasti konungur Ungverjalands (sem Karl 4.)[1] og síðasti einvaldurinn af Habsborg-Lorraine-konungsættinni. Eftir að frændi hans, Frans Ferdinand erkihertogi, var myrtur árið 1914 varð Karl erfingi Frans Jósefs keisara. Karl tók við af Frans Jósef eftir dauða hans í miðri heimsstyrjöldinni árið 1916 og ríkti til loka hennar árið 1918, en þá „frábað hann sér þátttöku“ í stjórnmálum en sagði aldrei formlega af sér. Hann reyndi að endurreisa einveldið til dauðadags árið 1922. Árið 2004 gerði kaþólska kirkjan Karl að dýrlingi og er hann því oft kallaður Karl helgi af Austurríki.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Encyclopædia Britannica, Encyclopædia Britannica Online, sótt 18. júlí 2017
  2. http://www.emperorcharles.org
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Fyrirrennari:
Frans Jósef 1.
Keisari Austurríkis
(21. nóvember 1916 – 11. nóvember 1918)
Eftirmaður:
Enginn; keisaraveldið leyst upp
Karl Seitz gerist þjóðhöfðingi sem forseti Austurríkis