Fara í innihald

Kappsmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kappsmál eru íslenskir skemmtiþættir sýndir á föstudagskvöldi á RÚV. Það hafa verið sýndar fimm þáttaraðir, allar þáttarðarinar innihalda þrettán þætti. Fyrsta þáttaröðin var sýnd haustið 2019, önnur haustið 2020; þriðja haustið 2021, fjórða haustið 2022, fimmta haustið 2023 og sú sjötta haustið 2024. Umsjónarmenn eru Bragi Valdimar Skúlason og Vigdís Hafliðadóttir. Í þáttunum koma fjórir gestir og takast á við þrautir og spurningar tengdar íslenskri tungu. Skot Procuditions sér um framleiðslu Kappsmáls.

Þrautir (2024-2025)

[breyta | breyta frumkóða]

Stafurinn - Keppendur fá staf vikunnar, sem er einn stafur úr íslenska stafrófinu. Síðan fá keppendurnir fimm flokka og þurfa þau að nefna eins mörg orð og þau mögulega geta sem byrja á stafnum og passar í flokkinn.

Óorð - Keppendur fá fjögur orð. Eitt orðið er í raun og veru til en hin þrjú eru bullorð frá hinu liðinu. Keppendur þurfa að henda út bullorðunum. Ef þau hinsvegar henda út rétta orðinu gætu þau endað í mínus. Stigagjöfin er svona:

Hendir út rétta orðinu strax: mínus 9 stig

Hendir út bullorði en svo rétta orðinu: mínus 3 stig.

Hendir út 2 bullorðum en svo rétta orðinu: 0 stig.

Hendir út 3 bullorðum: 9 stig.

Dælan - Bæði lið stíga fram. Þau fá 2-3 stafi og skiptast á að segja orð sem byrjar á þeirri runu. Þau fá 5 sekúndur eftir að þau byrja. Keppandi dettur út ef hann getur ekki nefnt orð á 5 sekúndum eða segir orð sem er búið að segja. (Þú gætir einnig dottið út með að segja orð sem er náskylt orðinu)

Óðagot - Hraðaspurningar um íslenska tungu. Ekki flóknara en það. 60 sekúndur til að svara. Annað hvort Dælan eða Óðagot koma fyrir í þáttunum. Aldrei verða báðar þrautirnar í sama þættinum.

Giskó - Þessi leikur virkar svolítið eins og hengimann. Nema keppendur þurfa að giska á setningu. Þau fá mínútu til. Þau byrja með 10 stig og fyrir hvern staf sem þau giska á sem er ekki í orðinu tapa þau einu stigi. Hitt liðið getur eyðilagt fyrir liðinu sem er að spila ef þau ná að fatta lausnina á undan hinum. Þá kalla þau lausnina fram og ef hún er rétt fær hitt liðið engin stig. Hins vegar ef hún er röng enda þau í mínus.

Stigagangur - Keppendur fá tíu stafi í handahófskenndri röð. Þau byrja á að segja tveggja stafa orð með þessum stöfum, þar næst þriggja stafa, svo fimm stafa, svo sjö stafa og að lokum tíu stafa orð sem notar alla stafina sem upp eru gefnir. Það verður að segja orðin í réttri röð. Ekki má segja tíu stafa orðið á undan sjö stafa orðinu.

Hraðlestin - Keppendur fá fjórar útgáfur af sama orðinu, en aðeins eitt orðið er rétt ritað. Keppendur nefna tölu frá 1-4 eftir því hvað þau vilja giska á. Tvö stig fást fyrir rétt svar en mínus eitt stig fyrir rangt svar.

Orðverpið - Keppendur fá sex orð. Eitt orðið passar ekki með hinum fimm. Það getur verið að fimm séu sagnorð en eitt nafnorð, það sé hægt að setja eitthvað orð fyrir framan öll orðin nema eitt. Svolítið bara hvað sem er. Keppendur reyna að giska á orðið. Aukastig fást fyrir að geta sagt af hverju orðið passar ekki inn í. Ef keppendur giska vitlaust fá þau ekki að giska aftur fyrr en hitt liðið er búið að giska.

Stafapressan - Lokaþrautin og mörg stig í húfi. Keppendur geta valið 6, 12 eða 18 stig þraut. 6 stiga er léttust og 18 erfiðust. Þrautin skiptist í tvo hluta. Beygja og stafa. Annar keppandinn beygir og hinn stafar. Hálf stig fást fyrir að ná að beygja rétt en stafa vitlaust og svo öfugt.

Fyrri þrautir

[breyta | breyta frumkóða]

Fjölyrði - Keppendur þurfa að skrá niður eins mörg samheiti og þau mögulega geta við eitt orð. Skrifi liðin niður sama hlutinn fá hvorug liðin stig.

Þvers og kruss - Annað liðið velur sér annað hvort lárétta eða lóðrétta orðið, bæði jafnlöng. Svo skiptast þau á að giska á staf þangað til að búið er að fylla í annað orðið. Einn reitur tengir saman bæði orðin og er sá reitur í báðum orðum. Ef keppendur giska á staf sem er í orðinu hjá hinu liðinu, birtist hann samt. Ekki er nóg að fatta orðið, það þarf að fylla í alla reitina fyrst.

Stafurinn (Seinni helmingur) - Seinni helmingurinn af Stafnum fólst í því að búa til nýyrði, orð sem eru ekki til. Keppendur fá orð sem vanalega byrjar á staf dagsins en nýja orðið má ekki byrja á staf dagsins.

Villungur - Keppendur fá texta sem inniheldur nokkrar málfræðivillur og fá þá mínútu til að finna þær.

Miðjumoð - Bæði lið keppa í einu. Keppendur fá miðju úr orði og þurfa að fatta hvaða orð um ræðir (t.d. _ _ Í K Ó F _ _ = Mexíkófli).

Fleygyrði - Annar keppandi úr hvoru liði leikur þekktan frasa fyrir liðsfélaga sinn.

Myndmál - Samsett mynd, svona myndagáta, kemur upp á skjáinn. Keppendur þurfa að ráða úr myndinni til að fá lausnarorðið.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.