Fara í innihald

Kanó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanó gerður úr viðargrind með strigaklæðningu

Kanó eða eikja er opinn bátur sem er róið með róðrarspaða með einu árablaði. Kanóar voru áður höggnir úr trjábol (eintrjáningar) eða gerðir úr léttri trégrind sem er klædd með berki (barkarkeipur) eða skinni (húðkeipur). Nú til dags eru kanóar gerðir úr ýmsum efnum eins og striga, plasti og trefjaplasti. Kanóróður hefur verið ólympíugrein frá ólympíuleikunum 1936. Kanóar léku stórt hlutverk við landnám Kyrrahafsins og hjá frumbyggjum Norður-Ameríku.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.