Kassía
Útlit
(Endurbeint frá Cinnamomum cassia)
Kassía | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
From Koehler's Medicinal-Plants (1887)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
|
Kassía, kassíakanell eða kínverskur kanell (fræðiheiti: Cinnamomum cassia) er sígrænt tré sem er upprunnið í suðurhluta Kína. Börkur trésins er mikið notaður sem krydd og hefur svipað bragð og kanell (Cinnamomum verum). Ólíkt kanelberki er kassíabörkur heill en ekki lagskiptur og því mun harðari. Kassía er oft seld sem kanell. Varað hefur verið við ofneyslu á kassía þar sem það inniheldur mikið magn af kúmaríni sem getur skaðað lifrina í miklu magni. Kassía er eitt af kínversku kryddunum fimm og ein af 50 lækningajurtum kínverskra alþýðulækninga.