Fara í innihald

Kanadalögin 1982

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kanadalögin 1982 (enska: Canada Act 1982, franska: Loi de 1982 sur le Canada) voru lög sem samþykkt voru af breska þinginu um stöðu og stjórn Kanada. Lögin voru sett að beiðni öldungadeildar og neðri deildar kanadíska þingsins í þeim tilgangi að veita Kanada sjálfu fullt vald yfir eigin stjórnarskrá og afnema um leið öll völd breska þingsins til þess að af hafa áhrif á hana. Með því öðlaðist Kanada algjört fullveldi en landið hafði þó notið mikils sjálfræðis frá samþykkt Westminsterlaganna 1931.

Kanadíska þingið samþykkti svo einnig stjórnskipunarlög sem einnig fylgdu sem viðhengi með Kanadalögunum frá breska þinginu. Saman mynda þessir lagabálkar ásamt fleirum stjórnarskrá Kanada.

Elísabet 2., drottning Bretlands og Kanada, veitti Kanadalögunum samþykki sitt í London 29. mars 1982. Hún fór svo til Kanada og skrifaði undir stjórnskipunarlögin sem samþykkt höfðu verið í Kanadíska þinginu í Ottawa 17. apríl sama ár.[1][2] Samþykkt lagabálkanna í Bretlandi og Kanada hafði engin áhrif á stjórnskipulega stöðu drottningarinnar. Hún var áfram þjóðhöfðingi Kanada og eftirmenn hennar í embætti verða það einnig svo lengi sem stjórnarskrá Kanada er ekki breytt.[3]

Fyrirmynd greinarinnar var „Canada Act 1982“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2021.

  1. http://www.bac-lac.gc.ca/eng/discover/politics-government/proclamation-constitution-act-1982/Pages/proclamation-constitution-act-1982.aspx. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  2. Lauterpacht, E (1988). International Law Reports. Cambridge University Press. bls. 457. ISBN 0-521-46423-4. Sótt 18. október 2010.
  3. Cyr, Hugo (2009). Canadian Federalism and Treaty Powers: Organic Constitutionalism at Work. Bruxelles ; New York : P.I.E. Peter Lang. ISBN 978-90-5201-453-1. Sótt 18. október 2010.