Kakapó
Kakapó | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Kakapó
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Strigops habroptila G. R. Gray, 1845 | ||||||||||||||
Söguleg útbreiðsla: Dökkgrænn: mesta útbreiðsla frá 1840. Ljósgrænn: Steingervingafundir.
| ||||||||||||||
Núverandi útbreiðslusvæði (þó ekki rétt kort, þeir eru einungis þremur á litlum smáeyjum syðst)
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Strigops habroptilus G. R. Gray, 1845 |
Kakapó (fræðiheiti: Strigops habroptilus) eða kakapúi er stór ófleygur páfagaukur sem er einlendur á Nýja-Sjálandi og er í mikilli útrýmingarhættu. Nafnið er tilkomið úr tungumáli Maóra og er samsett úr orðunum „kākā“ (páfagaukur) og „pō“ (nótt), bókstaflega næturpáfagaukur. Önnur íslensk heiti yfir fuglinn eru öldurpáfi og uglupáfi.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Kakapóar eru með stóran gogg og klær og eru skærgrænir að lit. Þeir eru þyngstu páfagaukar sem fyrirfinnast og geta orðið 3,5 kíló. Fuglarnir eru virkir á nóttunni og nærast á jurtum. Þeir eru með góða klifurgetu og nýta sér það í trjám. Vængirnir nýtast þá til svifflugs til jarðar. Kakapóar höfðu þróast til að fela sig fyrir ránfuglum en höfðu litlar varnir þegar spendýr fluttust til eyjanna fyrir tilstuðlan manna. Þeir eru langlífir og eru meðallífslíkur 95 ár en mest verða þeir 120 ára.
Nýsjálensku funglarnir kaka og kea eru skyldir og taldir af sömu ætt; Strigopidae.
Nútímasaga og verndun
[breyta | breyta frumkóða]Útbreiðsla þeirra var víða á Nýja-Sjálandi en með veiðum Maóra og ekki síst með tilkomu Evrópubúa varð stofninn æ fámennari. Í byrjun 20. aldar varð stofninn útdauður á Norðureyju. Aðgerðir til varðveislu á kakapóum hófust í lok 19. aldar en þær fóru um þúfur vegna tilkomu rándýra (rottur, kettir og hreysikettir).
Á 8. áratug 20. aldar var orðið óvíst um ástand stofnsins en frá 1974-1976 fundust 16 fuglar, allt karlkyns. Árið 1977 fundust nokkrir tugir á Stewart-eyju. Umfangsmiklar aðgerðir hófust árið 1989 til verndunar á kakapóum en þá voru 65 einstaklingar fluttir á smáeyjar undan suðurströnd Suðureyju. Um 155 einstaklingar fyrirfundust árið 2016.
-
Stærð miðað við mann.
-
Klær.
-
Stofnstærð:1975-2015
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ BirdLife International (2013). „Strigops habroptila“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013. Sótt 26. nóvember 2013.
Fyrirmynd greinarinnar var „Kakapo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. feb. 2017.