Fara í innihald

Jón Þórðarson (formaður Fram)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón Þórðarson (7. janúar 191523. maí 1973) var knattspyrnuþjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Jón fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Verzlunarskólanum og stundaði framhaldsnám í verslunarfræðum í Þýskalandi. Hann starfaði alla tíð sem verslunar- og skrifstofumaður og var t.a.m. skrifstofustjóri hjá Hitaveitunni. Þá var hann um árabil forstöðumaður líknarfélagsins Hvítabandsins.

Jón lék knattspyrnu með Fram og gegndi síðar margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið, var til að mynda formaður þess 1948-49 og 1964-65. Hann var formaður Knattspyrnuráðs Reykjavíkur 1945-47, en á þeim tíma stóðu Knattspyrnuráðið og Fram fyrir fyrsta knattspyrnulandsleik Íslendinga, þegar danska landsliðinu var boðið hingað sumarið 1946.

Árið 1973 var Jón gerður að heiðursfélaga Knattspyrnufélagsins Fram.


Fyrirrennari:
Þráinn Sigurðsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19481949)
Eftirmaður:
Gunnar Nielsen



Fyrirrennari:
Sigurður E. Jónsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19641965)
Eftirmaður:
Jón Þorláksson