Hvítabandið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hvítabandið er næstelsta kvenfélagið í Reykjavík og var stofnað 17. apríl 1895.

Hvítabandið varð til að bandarískri fyrirmynd og hét félagið upphaflega Bindindisfélag kvenna. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Ólafía Jóhannsdóttir.Frá árinu 1934 hefur félagið haft aðstöðu við Skólavörðustíg 31 í Reykjavík. Í upphafi var þar rekið sjúkrahús með aðstöðu til aðgerða og voru sjúkrarúmin 38 talsins en í dag er þar göngudeild geðdeildar Landsspítalans fyrir fólk með átröskunarsjúkdóma.

Bókin Aldarspor Hvítabandið 1895-1995 eftir Margréti Guðmundsdóttir sagnfræðing fjallar um sögu Hvítabandsins fyrstu 100 árin.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.