Juniperus indica

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Juniperus indica
Juniperus indica 58776887.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Barrviðarbálkur (Pinales)
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Juniperus
Tegund:
J. indica

Tvínefni
Juniperus indica
Bertol.
Samheiti
  • Juniperus wallichiana Hook. f. & Thomson ex Parl.
  • Juniperus wallichiana Hook.f. & Thomson ex E.Brandis
  • Sabina indica (Bertol.) L.K.Fu & Y.F.Yu
  • Sabina wallichiana (Hook.f. & Thomson ex E.Brandis) W.C.Cheng & L.K.Fu

Juniperus indica er einitegund upprunnin úr háfjöllum Himalaja, þar sem hann kemur fyrir frá Indusdal í Kasmír austur til vestur Yunnan í Kína.[2]

Þess má geta að hann er sú trjáplanta sem vex hæst yfir sjó, hann hefur fundist svo hátt sem í 5200 m hæð í suður Tíbet; lægst fer hann í 2600 m. yfir sjávarmáli.

Þetta er runni sem verður 50 til 200 sm hár, með að mestu láréttan greinavöxt.Nálarnar eru dökk grágrænar, með tvær formgerðir; fullorðnar plöntur með hreisturlík blöð 1 til 3 mm löng, meðan ungplöntur eru að mestu með nálarlaga blöð 5 til 8mm löng, en nálarlaga blöð geta einnig verið á skyggðum sprotum á fullorðnum plöntum. Blöðin eru þrjú í hvirfingu á kröftugum aðalsprotum, og og gagnstæð pör á grennri, seinvaxnari sprotum. Hann er einkynja, með plöntur annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Þroskaðir berkönglarnir eru egglaga, 6 til 10mm langir, gljáandi svartir, og innihalda eitt fræ. Fræin dreifast þegar fuglar éta berkönglana.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Farjon, A. (2013). „Juniperus indica“. bls. e.T42238A2965473. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42238A2965473.en.
  2. http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=210000905 Flóra Kína
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.