Fara í innihald

Juan Atkins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Juan Atkins (fæddur 9. desember 1962) er bandarískur tónlistarmaður. Honum er einkum eignað að vera upphafsmaður raftónlistar, nánar tiltekið techno tónlistar í Bandaríkjunum, sem stundum er nefnd Detroit techno enda ólust þeir Atkins og félagar hans Derrick May og Kevin Saunderson, sem einnig höfðu mikil áhrif á þróun raftónlistar í Bandaríkjunum, upp í Detroit í Michigan fylki.

Atkins hefur sjálfur sagt að útvarpsþáttur Charles „Electrifyin' Mojo“ Johnson hafi haft mikil áhrif á hann. Electrifyin' Mojo, sem var plötusnúður í Detroit, spilaði einkum raftónlist eftir þýsku hljómsveitina Kraftwerk, hljómsveitina Parliament og Prince. Atkins og vinur hans Derrick May settu saman hljóðblöndu sem þeir báðu Electrifyin' Mojo að útvarpa en hófu síðar að semja eigin tónlist.

Í Washtenaw Community College kynntist Atkins Rick Davis en þeir tóku upp plötu saman undir nafninu Cybotron. Atkins bjó til hugtakið „techno tónlist“ til að lýsa tónlist þeirra. Hann var þá undir áhrifum frá verkum framtíðarsinnans og rithöfundarins Alvins Toffler, en frá honum þáði hann lánuð nöfnin „cybotron“ og „metroplex“ (sem varð heiti útgáfufyrirtækis sem Atkins stofnaði).

Atkins hefur notað orðið ‚techno‘ til að lýsa eldri hljómsveitum sem reiddu sig mjög á hljóðgerfla, svo sem Kraftwerk, enda þótt margir myndu telja bæði tónlist Kraftwerk og fyrstu plötur Atkins, undir nafninu Cybotron, sem Electro tónlist. Í dag er techno talin sérstök tónlistargrein innan rafrænnar danstónlistar.

Atkins hóf að gef út undir nafninu Model 500 árið 1985. Þekktustu lög hans frá þeim tíma eru „No UFO's“, „Night drive“, „Future“ og „Clear“. Hann er enn að gefa út tónlist jafnt eigin tónlist sem annarra hjá útgáfufyrirtæki sínu Metroplex Records.

Ágrip af útgáfusögu

[breyta | breyta frumkóða]
  • sem Model 600 (2002)
    • Update 2002, smáskífa
  • sem Juan Atkins
    • The Berlin Sessions 2005