Fara í innihald

Carl Craig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Carl Craig

Carl Craig (fæddur 1969) er tónlistarmaður frá Detroit í Bandaríkjunum. Hann semur einkum raftónlist (techno) og er af mörgum talinn vera einn mikilvægasti tónlistarmaðurinn af annarri kynslóð raftónlistarmanna í Detroit. Carl Craig hefur nálgast raftónlistina í gegnum innblástur frá ýmsum áttum, þ. á m. frá jazz-tónlist og soul-tónlist.

Carl Craig hefur gefið út margar vinsælar hljómplötur undir ýmsum nöfnum, svo sem BFC, Psyche, Paperclip People, 69, Designer Music and og Innerzone Orchestra. Undir síðastnefnda listamannanafninu gaf hann út lagið „Bug in a Bassbin“ árið 1992, en lagið átti storan þátt í því að færa drum and bass tónlist frá áhrifum „hardcore“ og „ragga“ tónlistar.

Carl Craig stofnaði eigið útgáfufyrirtæki sem nefnist Planet e, en fyrirtækið hefur gefið út - auk tónlistar Craigs sjálfs - plötur eftir marga fræga raftónlistarmenn, svo sem Kevin Saunderson, Alton Miller and Kenny Dixon Jr. (einnig þekktur sem Moodymann).

Carl Craig var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar Detroit Electronic Music Festival árin 2000 og 2001. Skipuleggjendur hátíðarinnar sögðu honum upp eftir hátíðina 2001 en um það urðu miklar deilur innan raftónlistarsenunnar í Detroit og leiddi til fyrirferðamikillar áróðursherferðar fyrir hans hönd. Árið 2003 vann Craig sigur að hluta í málaferlum gegn „Pop Culture Media“, skipuleggjendum hátíðarinnar, vegna samningsbrots.

Eitt af því sem gerir stíl Carls Craig einstakan og skilur hann að frá hefðbundnari raftónlist frá Detroit er endurhljóðblöndun hans á hvers kyns danstónlist og jazz-lögum. Þetta hefur átt þátt í að hleypa af stað nýjum straumum í raftónlist sem fela í sér aukna blöndu ferskra hljóða.

Ágrip af útgáfusögu[breyta | breyta frumkóða]

 • 69: „4 Jazz Funk Greats“ (12" ep), 1991
 • Landcruising, 1995
 • 69: „The Sound of Music“, 1995
 • DJ-Kicks, 1996
 • Paperclip People: „The Secret tapes of Doctor Reich“, 1996
 • More Songs About Food and Revolutionary Art, 1997
 • House Party 013: A Planet E Mix, 1999
 • Innerzone Orchestra: „Programmed“
 • Abstract Funk Theory, 2001
 • Onsumothasheeat, 2001
 • The Workout, 2002
 • „The Detroit Experiment“ 2002

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]