Joni Mitchell
Roberta Joan "Joni" Mitchell (fædd 7. nóvember, 1943, í Fort Macleod, Alberta, Kanada, með ættarnafnið Anderson) er kanadísk tónlistarkona og listamaður. Textagerð hennar hefur spannað frá umhverfismálum til tilfinningaróts.
Mitchell hóf að syngja í klúbbum í Saskatchewan og vestur-Kanada. Árið 1965 flutti hún til Bandaríkjanna og túraði um landið. Sama ár gaf Mitchell dóttur sína til ættleiðingar en það varð ekki opinberlega ljóst fyrr en árið 1993. Lög hennar Big Yellow Taxi og Woodstock voru vinsæl á hippatímabilinu. Í upphafi var tónlist hennar þjóðlagaskotin en síðar færðist hún meira í ætt við jazz og popptónlist.
Mitchell gaf út sína síðustu plötu árið 2007 og hætti að koma fram í tónlist en ástundaði myndlist.
Árið 2015 fékk hún heilablóðfall og fór í endurhæfingu. Árið 2022 kom hún fyrst opinberlega fram í fjölda ára og söng nokkur lög á Newport Folk Festival á Rhode Island.
Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- 1968: Song to a Seagull
- 1969: Clouds
- 1970: Ladies of the Canyon
- 1971: Blue
- 1972: For the Roses
- 1974: Court and Spark
- 1975: The Hissing of Summer Lawns
- 1976: Hejira
- 1977: Don Juan's Reckless Daughter
- 1979: Mingus
- 1982: Wild Things Run Fast
- 1985: Dog Eat Dog
- 1988: Chalk Mark in a Rain Storm
- 1991: Night Ride Home
- 1994: Turbulent Indigo
- 1998: Taming the Tiger
- 2000: Both Sides Now
- 2002: Travelogue
- 2007: Shine
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Joni Mitchell“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. nóv. 2016.