Javaburkni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Javaburkni
Microsorum pteropus.jpg
Vísindaleg flokkun
Fylking: Byrkningar (Pteridophyta)
Flokkur: Burknar (Pteridopsida)
Ættbálkur: Burknabálkur (Polypodiales)
Ætt: Polypodiaceae
Ættkvísl: Microsorum
Tegund:
Javaburkni (M. pteropus)

Tvínefni
Microsorum pteropus
Blume, 1933
Samheiti

Colysis pteropus

Javaburkni (Microsorum pteropus) á vesturskaga Malasíu

Javaburkni (fræðiheiti: Microsorum pteropus) eða vængblað er burkni í Polypodiaceae ætt. Hann heitir eftir Indónesísku eyjunni Jövu, en hann er frá suðaustur Asíu (Malasíu, Taílandi og hluta Kína). Tegundin er mjög breytileg með nokkur landfræðileg afbrigði sem til dæmis má greina hvert frá öðru á blaðstærð eða lögun. Á búsvæði sínu er hann rótfastur við rætur eða steina og getur vaxið í kafi eða hálfsokkinn. Plantan fjölgar sér með smáplöntum sem myndast á eldri blöðum og festa sig á fast efni í vatninu.

Í búrum[breyta | breyta frumkóða]

Javaburkni er ein vinsælasta fiskabúraplantan, bæði vegna útlits og hversu auðveld hún er í ræktun og viðhaldi. Nokkur ræktunarafbrigði eru til, þar á meðal "mjó-lauf", "nálar-lauf", "Windelov", "trident", og "lensu-lauf". Ræktun í búrum felst yfirleitt í því að jarðstöngullinn er bundinn við stein eða timbur, en ekki má grafa hann í mölina.

Hann þolir kranavatn, dimmu eða nokkra birtu, með möl eða án. Hann þolir snigla nokkuð vel og flestir fiskar láta hann vera.[1] Sýrustig vatnsins getur verið frá 5,5 til 7 pH og hiti frá 20 til 28°C.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Java Fern Care, Reproduction and Fact sheet | The Aquarium Club“. theaquarium.club (enska). Sótt 8. febrúar 2018.
  2. Helga Braemer; Ines Scheurmann (1991). Búrfiskar. Vasaútgáfan. bls. 33.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.